Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 19-27 | Bikarmeistararnir í úrslit Sigmar Sigfússon í Laugardalshöll skrifar 9. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Nýkrýndir deildarmeistar í N1- deild kvenna, Valur, sigraði ÍBV í undanúrslitum Símabikarsins í Laugardalshöllinni í dag. Þær fara því í úrslitaleikinn sem háður verður á morgun. En seinna í dag kemur það í ljós hvort þær mæta liði Fram eða Gróttu. Fyrri hálfleikur var hraður og skemmtilegur og voru markmenn beggja liða í aðalhlutverki. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals varði ellefu bolta í marki Vals en Florentina Stanciu, markmaður ÍBV, varði níu bolta hinum megin og þar á meðal eitt víti. Valsstúlkur voru ávallt skrefinu lengra í leiknum og náðu mest sjö marka forystu í stöðuna 9 - 16 þegar flautað var til hálfleiks. Þorgerður Anna Atladóttir var öflug fyrir Val í hálfleiknum og skoraði sjö mörk. Forysta Vals skapaðist aðalega upp úr góðri markvörslu og þá voru þær duglegar að keyra hraðaupphlaupin. Staðan var eins og áður segir 9 – 16 fyrir Val þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik komu Eyjastúlkur virkilega grimmar til leiks og skoruðu nokkur mörk í röð. ÍBV náði þá að minnka forystu Vals í þrjú mörk, 15 – 18. Stuttu áður hafði Valur tekið leikhlé sem skilaði litlu. Engu að síður var þetta aldrei í hættu, Valur var mun sterkari aðilinn í leiknum og kláraðu leikinn í fyrri hálfleik. Valur sýndi það í dag að þetta er besta liðið á Íslandi um þessar mundir. Guðný Jenný, markmaður Vals varði alls tuttugu og þrjá bolta í marki Vals og var kjörinn maður leiksins. Svavar Vignisson: Sjálfum okkur til skammar„Mín fyrstu viðbrögð við þessum leik er hörmung, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Við gefumst upp eftir 15 mínútur og tveir-þrír leikmenn hjá okkur farnar í fýlu. Vorum farnar að hengja haus og við megum alls ekki við því, ekki með breiðari mannskap en þetta. Bæði ég og stelpurnar ættum að skammast okkar því þetta er langt frá því sem við ætluðum okkur og neita að trúa því að þetta sé munurinn á þessum liðum,“ sagði Svavar Vignisson, þjálfari ÍBV, svekktur eftir leikinn. „Jenný var frábær í markinu hjá þeim en Florentina var það einnig hjá okkur og hún kannski sú sem stendur upp úr hjá okkur, annað var ömurlegt því miður. „Við áttum góðan séns að komast inn í þetta í upphafi seinni hálfleiksins, minnkuðum þetta í þrjú þá og gátum náð þessu í tvö en þá klúðraðist hraðarupphlaup hjá okkur. En þá slökknaði á þessum neista sem við náðum upp og við duttum í sama farið. Eins og ég sagði hérna áðan að þá er þetta okkur og öðrum til skammar,“ sagði Svavar að lokum. Guðný Jenný: Góð liðsheild„Þetta var góð liðsheild, góð sókn og góð vörn. Þegar vörnin er góð kemur markvarslan. Ég fékk góða hjálp frá vörninni og þetta gekk bara eins og við lögðum þetta upp,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markmaður Vals og jafnframt maður leiksins eftir leik. „Ég hef heyrt af því að Valur – Fram sé drauma úrslitaleikur og við erum búnir að koma okkur þangað svo það verður spurning hvernig hin leikurinn fari. „Ég vissi það svo sem að þegar maður er kominn með svona forystu að þá er þetta alltaf spurning um hausinn og hugarfarið. Það má ekkert slaka á, á móti þeim því þær eru með fínan hóp, góðar skyttur,sterka línu og öfluga vörn. Þannig var þetta bara spurning hjá okkur að halda áfram og klára þetta sem við og gerðum,“ sagði Guðný brosmild að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira