Deildu um ný gögn í Al Thani - aðalmeðferð verður ekki frestað Magnús Halldórsson skrifar 7. mars 2013 18:34 Ragnar H. Hall hrl., lögmaður Ólafs Ólafssonar, sem er einn ákærðu í Al Thani-málinu. Lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins ákærða í Al Thani-málinu, segir að samningur Sheiks Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um að hann hafi greitt upp allar skuldir sínar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sýni að málið allt sé byggt á sandi. Þessu mótmælir saksóknari, en hann lagði fram ný gögn í málinu í morgun. Dómari í málinu, Pétur Guðgeirsson, hafnaði því nú síðdegis að fresta aðalmeðferð svo lögmenn ákærðu gætu farið yfir gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku í morgun. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, lagði fram ný gögn í Al Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, í því eru fjórir menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, í tengslum við kaup Sheiks Mohammed Al Thani frá Qatar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Það eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tíu prósenta hlut í bankanum fyrir hrun hans. Þeir neita allir sök í málinu. „Við vorum að leggja fram tvenns konar gögn, annars vegar samning Sheiks Mohammed Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um uppgjör á skuldum, og síðan endurrit af símtölum úr borðsímum í Lúxemborg, sem við fengum vegna rannsóknar á öðrum dómsmáli, en við mátum að ætti erindi inn í þetta mál."Sp. blm. Eru þetta samtöl innbyrðis á milli ákærðu í málinu? „Ég get ekki tjáð mig um það, en þetta eru samtöl starfsmanna í Kaupþingi í Lúxemborg." Ákæra í málinu var þingfest í febrúar í fyrra, og hefur því verið að velkjast um í dómskerfinu í meira en ár núna, án þess að aðalmeðferð hefjist. Samkvæmt dagskrá mun hún hefjast 11. apríl nk. Ragnar H. Hall lögmaður Ólafs Ólafssonar krafðist þess fyrir dómi í morgun að úrskurðað yrði sérstaklega um hvort tilefni væri til frestunar á aðalmeðferð málsins, vegna framlagningar nýrra gagna sem hann taldi að lögmenn ákærðu þyrftu að fá lengri tíma til þess að yfirfara, en dómari í málinu úrskurðaði nú síðdegis að lengri frestur yrði ekki gefinn. „Samningur Sheiksins [Mohammed Al Thani innsk. blm], sem lagður var fram í morgun, hefur mikla þýðingu í málinu og grefur í raun endanlega undan málatilbúnaði ákæruvaldsins, að mínu mati, þar sem samningurinn sýnir að ekki var um nein sýndarviðskipti að ræða, þar sem milljarðar voru greiddir í fullnaðaruppgjöri til þrotabúsins vegna þessara viðskipta." Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Lögmaður Ólafs Ólafssonar, eins ákærða í Al Thani-málinu, segir að samningur Sheiks Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um að hann hafi greitt upp allar skuldir sínar vegna hlutabréfakaupa í bankanum, sýni að málið allt sé byggt á sandi. Þessu mótmælir saksóknari, en hann lagði fram ný gögn í málinu í morgun. Dómari í málinu, Pétur Guðgeirsson, hafnaði því nú síðdegis að fresta aðalmeðferð svo lögmenn ákærðu gætu farið yfir gögn sem lögð voru fram við fyrirtöku í morgun. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, lagði fram ný gögn í Al Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, í því eru fjórir menn ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik, í tengslum við kaup Sheiks Mohammed Al Thani frá Qatar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Það eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem átti tíu prósenta hlut í bankanum fyrir hrun hans. Þeir neita allir sök í málinu. „Við vorum að leggja fram tvenns konar gögn, annars vegar samning Sheiks Mohammed Al Thani við slitastjórn Kaupþings, um uppgjör á skuldum, og síðan endurrit af símtölum úr borðsímum í Lúxemborg, sem við fengum vegna rannsóknar á öðrum dómsmáli, en við mátum að ætti erindi inn í þetta mál."Sp. blm. Eru þetta samtöl innbyrðis á milli ákærðu í málinu? „Ég get ekki tjáð mig um það, en þetta eru samtöl starfsmanna í Kaupþingi í Lúxemborg." Ákæra í málinu var þingfest í febrúar í fyrra, og hefur því verið að velkjast um í dómskerfinu í meira en ár núna, án þess að aðalmeðferð hefjist. Samkvæmt dagskrá mun hún hefjast 11. apríl nk. Ragnar H. Hall lögmaður Ólafs Ólafssonar krafðist þess fyrir dómi í morgun að úrskurðað yrði sérstaklega um hvort tilefni væri til frestunar á aðalmeðferð málsins, vegna framlagningar nýrra gagna sem hann taldi að lögmenn ákærðu þyrftu að fá lengri tíma til þess að yfirfara, en dómari í málinu úrskurðaði nú síðdegis að lengri frestur yrði ekki gefinn. „Samningur Sheiksins [Mohammed Al Thani innsk. blm], sem lagður var fram í morgun, hefur mikla þýðingu í málinu og grefur í raun endanlega undan málatilbúnaði ákæruvaldsins, að mínu mati, þar sem samningurinn sýnir að ekki var um nein sýndarviðskipti að ræða, þar sem milljarðar voru greiddir í fullnaðaruppgjöri til þrotabúsins vegna þessara viðskipta."
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira