Erlent

Hvítir þurfa að eiga byssu til að vernda sig

Henke Pistorius, faðir Oscar Pistorius frjálsíþróttamanns.
Henke Pistorius, faðir Oscar Pistorius frjálsíþróttamanns.
Ummæli Henke Pistorius, föður spretthlauparans Oscar Pistorius, um að yfirvöldum í Suður-Afríku hafi mistekist að vernda hvítt fólk hafa fallið í grýttan jarðveg.

Oscar hefur, eins og frægt er orðið, játað að hafa banað unnustu sinni á heimili þeirra um miðjan febrúar. Hann sagði fyrir dómara að hann hafi talið að innbrotsþjófur hafi verið á heimilinu.

Í viðtali við breska blaðið Telegraph segir faðir hans að það hafi verið nauðsynlegt fyrir son sinn að eiga byssu vegna þess að yfirvöldum hafi mistekist að vernda hvítt fólk í landinu.

Afrískuþjóðarflokkurinn fordæmir ummælin. „Ummælin eru ekki einungis röng, heldur líka fordómafull," sagði talsmaður flokksins.

Það kom fram í dag að Pistorius fjölskyldan eigi 55 byssur. „Flestar þeirra eru notaðar til að veiða en aðrar til að vernda sig, sérstaklega skammbyssurnar," sagði Henke máli sínu til stuðnings.

Fjölskyldan sá sig knúna til að senda frá sér yfirlýsingu vegna orða föðursins. „Pistorius fjölskyldan á vopn sem eru bara notuð fyrir skotíþróttir og veiðar," sagði talsmaður fjölskyldunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×