Súkkulaðikaka klædd sælgæti og fleiri afmælisuppskriftir Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson skrifar 3. mars 2013 16:00 Skemmtilegar og aðeins öðruvísi hugmyndir í barnaafmæli. Hér eru skemmtilegar og aðeins öðruvísi hugmyndir í barnaafmæli. Hefðbundið sætmeti borið fram á spennandi hátt svo afmælisborðið verði áhugavert og fái börnin til að setjast, njóta og gapa af undrun. Að sjálfsögðu þarf eitthvað að vera með fyrir fullorðna og þar er einstök, ítölsk brauðterta á ferðinni.1. Súkkulaðikaka klædd sælgætiHér skal velja uppáhaldsuppskriftina sína af brúnum botnum og góðu kremi og ég mæli með djöflatertunni sem hefur birst áður frá okkur í Fréttablaðinu. Bakið þrjá eða fjóra botna svo kakan nái hæstu hæðum. Smyrjið hana gæðasúkkulaðikremi, klæðið í Kit Kat og Smarties og skreytið fallega.SkrautKit Kat, magn eftir stærð botna Smarties, magn eftir stærð botna Borðar, fjaðrir, kerti og annað skraut Smyrjið bota með kremi. Hér er flott að hafa kökuna jafn þykka og lengdin er á Kit Katinu. Smyrjið kökuna að utan og að ofan. Raðið Kit Katinu upp á rönd á brúnir kökunnar, hafið tvær lengjur saman. Lokið hringnum og stráið Smartiesi yfir hana svo ekki sjáist í kremið. Skreytið kökuna með borða og öðru glæsilegu.2. SúkkulaðileyndóÖðruvísi skreyting á köku sem vekur undrun barnanna. Hvítur súkkulaðihjálmur hvílir á góðum botni og undir hjálminum leynist fjársjóður. Hjálminn þarf að brjóta til að komast að því hvað er undir honum!HjálmurOlía, Isio eða repjuolía500 g hvítt súkkulaði, brætt Notið skál sem er tæplega 4 lítra. Smyrjið létt yfir hana með olíu og setjið í frysti í klukkutíma. Takið úr frystinum og smyrjið hvíta súkkulaðið jafnt og þétt ofan í smurða skálina. Reynið að hafa þetta ekki voða þykkt þá er erfitt að brjóta hjálminn. Setjið aftur í frysti í klukkutíma eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Takið úr frystinum, setjið skálina á hvolf og þekið hana að utan með heitu viskastykki. Þá losnar um súkkulaðið og hægt er að renna hjálminum til svo hann losni frá skálinni. Geymið á köldum stað þar til hjálmurinn er settur á kökuna. Botn Sjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir, sleppið kakói Hvítt súkkulaði, skorið í bita KremSjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir Rauður matarlitur Sælgæti að vild Þegar deigið hefur verið útbúið í botninn er matarliturinn settur saman við, dreypt út í dropa fyrir dropa þar til rétti liturinn næst. Hrærið súkkulaðið rólega út í deigið. Hellið í hringlaga form og bakið við 160 gráður í 25-30 mínútur. Ath. að bökunartími fer eftir stærð formsins sem kakan er í. Alltaf þarf að fylgjast vel með kökunni í ofninum. Gætið að því að baka hana ekki mikið. Hún er betri vel mjúk. Kælið botninn. Setjið botninn á kökudisk. Smyrjið hann með smjörkremi. Leggið sælgæti til á miðju kökunnar, í dágóðan stafla, og setjið hjálminn yfir allt saman. Skreytið kökuna að eigin vali og berið fram.3. Marmaramúffur með tvenns konar kremiGóður grunnur að múffudeigi sem má lita með matarlit og kakói. Hér er það hvítt, rautt og brúnt hrært saman í marmaramúffu með smjörkremi eða sykurpúðakremi. Nokkrar hugmyndir að skreytingum fylgja. Um að gera að leyfa börnunum sjálfum að sjá um þær.Kökur125 g mjúkt smjör165 g flórsykur1 tsk. vanilludropar2 egg185 g hveiti1 tsk. lyftiduft125 ml mjólk½ msk. kakóRauður matarliturMúffuform Hitið ofn í 160 gráður. Hrærið saman smjör, sykur og vanilludropa þar til létt og ljóst. Setjið eggin saman við og hrærið áfram þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þurrefnum, fyrir utan kakóið, og mjólk í deigið og hrærið vel. Skiptið deiginu í þrjár skálar; ein er með venjulegu og ljósu deigi, ein fær nokkra dropa af rauðum matarlit út í sitt og ein fær kakó í sitt. Hrærið dropana vel saman við deigið með skeið eða litlum sósuþeytara. Hrærið kakóið sömuleiðis vel saman við deigið. Setjið kúfaða teskeið af hverju deigi fyrir sig í hvert form. Hrærið varlega og mjög lítið saman með litlum gaffli, svo komi marmaramunstur í múffurnar. Bakið í 20-25 mínútur en fylgist vel með bökuninni. Smjörkrem250 g mjúkt smjör320 g flórsykur2 msk. rjómi eða nýmjólk1 tsk. vanilludroparMatarlitur Hrærið smjörið til í 5 mínútur áður en sykur, vanilla og rjómi fer saman við. Hrærið þar til kremið er mjúkt og kekkjalaust. Setjið nokkra dropa af matarlit saman við, setjið einn dropa í einu þar til rétti liturinn fæst. Sykurpúðakrem150 g sykurpúðar1 tsk. vatn Setjið púðana og vatnið í skál sem má fara inn í örbylgjuofn. Stillið á 20 sek. Takið úr ofninum og hrærið saman svo úr verði krem. Best er að vera fljótur að smyrja kremið á kökurnar því þegar það kólnar stífnar það mjög mikið. Þá er gott að skreyta þær strax að vild. Þetta krem er einnig sniðugt að nota á milli smákaka og gera úr samlokukökur. Skreytið að vild en af myndunum má fá hugmyndir að ýkt miklu skrauti!4. Ítölsk brauðtertaÍtölsk brauðterta.Brauðterta í þessum anda finnst víða á Ítalíu þegar kemur að s.k. "aperitivo", smáréttum sem Ítalir sækja í á börum og veitingahúsum og fá sér drykk með fyrir mat. Hægt er að bera tertuna heila fram eða skera hana í teninga, stinga tannstöngli í gegn og hafa sem snittur.Brauðtertubrauð, 4 sneiðarLétt-majónes, sýrður rjómi eða rjómaosturTúnfiskur, látið renna vel af honumSalat, klettasalatHráskinkaTómatarMozzarellaosturBasilíka Smyrjið brauðið með létt-majónesi, sýrðum rjóma eða rjómaosti. Ekki spara smurninguna. Setjið túnfisk á fyrstu hæðina. Leggið aðra hæðina yfir. Leggið hráskinku á hana og klettasalat. Þriðju hæðina yfir. Tómata, mosarella og basilíku á hana og fjórðu hæðina yfir. Smyrjið tertuna að utan og skreytið fallega. Brauðtertur Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist
Hér eru skemmtilegar og aðeins öðruvísi hugmyndir í barnaafmæli. Hefðbundið sætmeti borið fram á spennandi hátt svo afmælisborðið verði áhugavert og fái börnin til að setjast, njóta og gapa af undrun. Að sjálfsögðu þarf eitthvað að vera með fyrir fullorðna og þar er einstök, ítölsk brauðterta á ferðinni.1. Súkkulaðikaka klædd sælgætiHér skal velja uppáhaldsuppskriftina sína af brúnum botnum og góðu kremi og ég mæli með djöflatertunni sem hefur birst áður frá okkur í Fréttablaðinu. Bakið þrjá eða fjóra botna svo kakan nái hæstu hæðum. Smyrjið hana gæðasúkkulaðikremi, klæðið í Kit Kat og Smarties og skreytið fallega.SkrautKit Kat, magn eftir stærð botna Smarties, magn eftir stærð botna Borðar, fjaðrir, kerti og annað skraut Smyrjið bota með kremi. Hér er flott að hafa kökuna jafn þykka og lengdin er á Kit Katinu. Smyrjið kökuna að utan og að ofan. Raðið Kit Katinu upp á rönd á brúnir kökunnar, hafið tvær lengjur saman. Lokið hringnum og stráið Smartiesi yfir hana svo ekki sjáist í kremið. Skreytið kökuna með borða og öðru glæsilegu.2. SúkkulaðileyndóÖðruvísi skreyting á köku sem vekur undrun barnanna. Hvítur súkkulaðihjálmur hvílir á góðum botni og undir hjálminum leynist fjársjóður. Hjálminn þarf að brjóta til að komast að því hvað er undir honum!HjálmurOlía, Isio eða repjuolía500 g hvítt súkkulaði, brætt Notið skál sem er tæplega 4 lítra. Smyrjið létt yfir hana með olíu og setjið í frysti í klukkutíma. Takið úr frystinum og smyrjið hvíta súkkulaðið jafnt og þétt ofan í smurða skálina. Reynið að hafa þetta ekki voða þykkt þá er erfitt að brjóta hjálminn. Setjið aftur í frysti í klukkutíma eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Takið úr frystinum, setjið skálina á hvolf og þekið hana að utan með heitu viskastykki. Þá losnar um súkkulaðið og hægt er að renna hjálminum til svo hann losni frá skálinni. Geymið á köldum stað þar til hjálmurinn er settur á kökuna. Botn Sjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir, sleppið kakói Hvítt súkkulaði, skorið í bita KremSjá uppskrift að marmaramúffum hér á eftir Rauður matarlitur Sælgæti að vild Þegar deigið hefur verið útbúið í botninn er matarliturinn settur saman við, dreypt út í dropa fyrir dropa þar til rétti liturinn næst. Hrærið súkkulaðið rólega út í deigið. Hellið í hringlaga form og bakið við 160 gráður í 25-30 mínútur. Ath. að bökunartími fer eftir stærð formsins sem kakan er í. Alltaf þarf að fylgjast vel með kökunni í ofninum. Gætið að því að baka hana ekki mikið. Hún er betri vel mjúk. Kælið botninn. Setjið botninn á kökudisk. Smyrjið hann með smjörkremi. Leggið sælgæti til á miðju kökunnar, í dágóðan stafla, og setjið hjálminn yfir allt saman. Skreytið kökuna að eigin vali og berið fram.3. Marmaramúffur með tvenns konar kremiGóður grunnur að múffudeigi sem má lita með matarlit og kakói. Hér er það hvítt, rautt og brúnt hrært saman í marmaramúffu með smjörkremi eða sykurpúðakremi. Nokkrar hugmyndir að skreytingum fylgja. Um að gera að leyfa börnunum sjálfum að sjá um þær.Kökur125 g mjúkt smjör165 g flórsykur1 tsk. vanilludropar2 egg185 g hveiti1 tsk. lyftiduft125 ml mjólk½ msk. kakóRauður matarliturMúffuform Hitið ofn í 160 gráður. Hrærið saman smjör, sykur og vanilludropa þar til létt og ljóst. Setjið eggin saman við og hrærið áfram þar til allt hefur blandast vel saman. Bætið þurrefnum, fyrir utan kakóið, og mjólk í deigið og hrærið vel. Skiptið deiginu í þrjár skálar; ein er með venjulegu og ljósu deigi, ein fær nokkra dropa af rauðum matarlit út í sitt og ein fær kakó í sitt. Hrærið dropana vel saman við deigið með skeið eða litlum sósuþeytara. Hrærið kakóið sömuleiðis vel saman við deigið. Setjið kúfaða teskeið af hverju deigi fyrir sig í hvert form. Hrærið varlega og mjög lítið saman með litlum gaffli, svo komi marmaramunstur í múffurnar. Bakið í 20-25 mínútur en fylgist vel með bökuninni. Smjörkrem250 g mjúkt smjör320 g flórsykur2 msk. rjómi eða nýmjólk1 tsk. vanilludroparMatarlitur Hrærið smjörið til í 5 mínútur áður en sykur, vanilla og rjómi fer saman við. Hrærið þar til kremið er mjúkt og kekkjalaust. Setjið nokkra dropa af matarlit saman við, setjið einn dropa í einu þar til rétti liturinn fæst. Sykurpúðakrem150 g sykurpúðar1 tsk. vatn Setjið púðana og vatnið í skál sem má fara inn í örbylgjuofn. Stillið á 20 sek. Takið úr ofninum og hrærið saman svo úr verði krem. Best er að vera fljótur að smyrja kremið á kökurnar því þegar það kólnar stífnar það mjög mikið. Þá er gott að skreyta þær strax að vild. Þetta krem er einnig sniðugt að nota á milli smákaka og gera úr samlokukökur. Skreytið að vild en af myndunum má fá hugmyndir að ýkt miklu skrauti!4. Ítölsk brauðtertaÍtölsk brauðterta.Brauðterta í þessum anda finnst víða á Ítalíu þegar kemur að s.k. "aperitivo", smáréttum sem Ítalir sækja í á börum og veitingahúsum og fá sér drykk með fyrir mat. Hægt er að bera tertuna heila fram eða skera hana í teninga, stinga tannstöngli í gegn og hafa sem snittur.Brauðtertubrauð, 4 sneiðarLétt-majónes, sýrður rjómi eða rjómaosturTúnfiskur, látið renna vel af honumSalat, klettasalatHráskinkaTómatarMozzarellaosturBasilíka Smyrjið brauðið með létt-majónesi, sýrðum rjóma eða rjómaosti. Ekki spara smurninguna. Setjið túnfisk á fyrstu hæðina. Leggið aðra hæðina yfir. Leggið hráskinku á hana og klettasalat. Þriðju hæðina yfir. Tómata, mosarella og basilíku á hana og fjórðu hæðina yfir. Smyrjið tertuna að utan og skreytið fallega.
Brauðtertur Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist