Íslenskur ljósmyndari myndar götutískuna í London Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. mars 2013 09:30 Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Íris Björk fluttist til London í september 2011 og hóf nám í tískuljósmyndun og stíliseringu við London Collage of Fashion. Þar hefur hún í nógu að snúast og var meðal annars fengin til að mynda götutískuna á tískuvikunni í London fyrir stóra vefsíðu. Við hjá Lífinu heilluðumst af ljósmyndum Írisar og heyrðum í henni hljóðið.Hvenær kviknaði áhugi þinn á ljósmyndun? „Ég gekk í Versló en þegar ég var 17 ára tók ég mér árs frí og fór ég sem skiptinemi til Brasilíu þar sem ljósmyndaáhuginn kviknaði fyrst. Svo þegar ég kom til baka fór ég að taka mikið af myndum fyrir nemendafélagið og áhuginn varð enn meiri. Eftir að ég útskrifaðist árið 2010 lærði ég svo förðun til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í ljósmynduninni."Hver eru þín helstu verkefni til þessa? „Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi. Ég tók myndir af götutískunni á London Fashion Week fyrir Coathanger sem sér um persónulega stíliseringu í Westfields verslunarmiðstöðunum í Bretlandi. Undanfarið hef ég verið að vinna að myndatökum með stílista frá New York ásamt því að er ég er að bíða eftir að nokkrarmyndatökur verði birtar í tímaritum. Svo var ég var að taka upp mitt fyrsta tískuvideo um daginn og hafði mjög gaman að því."Úr myndaþætti sem birtist í Nude Magazine.Þú hefur mikinn áhuga á tísku, hver eru þín uppáhalds tískutrend fyrir sumarið? „Að vera í hvítu frá toppi til táar, 60s áhrifin og Bomber jakkarnir."Íris Björk að störfum við að mynda götutískuna á LFW í febrúar.Áttu þér uppáhalds fatahönnuð? „Já, meðal annars eru Dolce and Gabbana, Alexander McQueen, Elie Saab, Meadham Kirchhoff, Jeremy Scott, Milla Snorrason, Kalda, Kron by KronKron, Hildur Yeoman og Jör by Guðmundur Jörundsson í uppáhaldi."Íris Björk.Íris heldur úti bloggsíðunni Curious þar sem hún segir frá ævintýrum sínum í London.Irisbjork.comLjósmynd eftir Írisi.Mynd sem Íris tók fyrir coathanger.net á tískuvikunni í London.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira