Efast um ábata íslensku krónunnar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. mars 2013 10:53 Mynd úr safni. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segist efast um ábata íslensku krónunnar til lengri tíma. Telur Þórarinn upp margvíslegan kostnað sem fylgir því að hafa eigin gjaldmiðil, sérstaklega í litlu opnu hagkerfi. Segir hann beinan kostnað af því að þurfa að skipta úr einum gjaldmiðli í annan í milliríkjaviðskiptum geta numið um fimm til fimmtán milljörðum króna á hverju ári. „Íslenskt fjármálakerfi er jafnframt ákaflega smátt og dýrt í rekstri. Markaðsaðilar eru fáir, velta er tiltölulega lítil og kostnaður við að stunda viðskipti er hlutfallslega hár. Þannig eru t.d. einungis þrír markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði og mismunur kaup- og sölutilboða u.þ.b. tvö- til þrefalt hærri en meðal annarra þróaðra ríkja. Þetta endurspeglast í meiri gengissveiflum hér á landi og hærri innlendum vöxtum," skrifar Þórarinn, og bætir við að rannsóknir bendi til þess að miklar gengissveiflur geri fyrirtækjum erfiðara um vik að hasla sér völl á alþjóðlegum mörkuðum. „Bætt hagstjórn mun gera okkur kleift að nýta betur kosti sveigjanlegs gengis eigin gjaldmiðils og draga úr kostnaði við að reka svo smátt myntkerfi. Það breytir þó ekki því að áfram mun fylgja því nokkur kostnaður og þótt vissulega muni koma tímabil þar sem sveigjanlegt gengi getur auðveldað aðlögun í kjölfar áfalls er ábatinn til lengri tíma ekki augljós. Spurningin um krónuna verður því áfram til staðar."Grein Þórarins í heild sinni.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira