Stórverslunarkeðjan H&M tók upp á því að sýna brot af þeim flíkum sem verður í búðum næsta haust á tískuvikunni í París í gær. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem verslunarkeðan tekur beinan þátt í tískuvikunni. Viðburðurinn féll greinilega vel í kramið, en stjörnur á borð við Olsen tvíburana og Vogue-ritstýruna Carine Roitfeld létu sjá sig á fremsta bekk.H&M virðist vera að gera það virkilega gott þessa dagana, en það vakti mikla athygli þegar stórleikkonan Helen Hunt klæddist kjól frá þeim á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Carine Roitfeld og Ashley Olsen.Fyrirsætan Jessica Stam.Pixie Geldof og Tallulah Harlech.Elena Perminova mætti í dressi frá H&M.