Hendrikka Waage sendir frá sér heimilislínu 11. mars 2013 16:45 Hendrikka Waage er þekkt fyrir skartgripahönnun sína. Mynd/hendrikkawaage.com Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur sent frá sér heimilislínu, púðalínurnar Menningarminja og Sóldán en hún hannaði einnig hálsfestar í stíl við Sóldán-línuna. Menningarminja-púðar Hendrikku Waage er gerð úr íburðarmiklu flaueli og silki en innblásturinn að henni er mikilfengleiki breska heimsveldisins. Línan er gerð úr vönduðum efnum sem eru hönnuð til að prýða og bæta við heimilið. Innblásturinn fyrir Sóldán-línuna fékk Hendrikka frá skrautlegum höfuðbúnaði soldána Ottóman-veldisins. Í línunni eru púðar og hálsfestar, frjálslega skreytt með skúfum sem kalla fram löngu liðinn tíma. Púðarnir eru úr flaueli og silki í litríkum og margbrotnum mynstrum og er frágangurinn á hornunum á þeim í flæðandi brúskum. Hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum og þekkjast á litríkum skúfunum sem fara vel við hönnun púðanna. Soldánarnir réðu ríkjum í Ottóman-veldinu, Tyrklandi nútímans, og klæddust íburðarmiklum og skrautlegum skikkjum með miklum höfuðbúnaði og skrautlegum skúfum. Hendrikka Waage hefur nýtt sér það sem innblástur til að skapa íburðarmikla línu púða og hálsfesta fyrir heimilið. Báðar línur Hendrikku Waage verða til sýnis í Atmo Laugavegi 91 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars.Soldán hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum.Innblásturinn að baki Menningarminja-púðalínunnar er mikilfengleiki breska heimsveldisins.Púði úr línunni Sóldán. HönnunarMars Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage hefur sent frá sér heimilislínu, púðalínurnar Menningarminja og Sóldán en hún hannaði einnig hálsfestar í stíl við Sóldán-línuna. Menningarminja-púðar Hendrikku Waage er gerð úr íburðarmiklu flaueli og silki en innblásturinn að henni er mikilfengleiki breska heimsveldisins. Línan er gerð úr vönduðum efnum sem eru hönnuð til að prýða og bæta við heimilið. Innblásturinn fyrir Sóldán-línuna fékk Hendrikka frá skrautlegum höfuðbúnaði soldána Ottóman-veldisins. Í línunni eru púðar og hálsfestar, frjálslega skreytt með skúfum sem kalla fram löngu liðinn tíma. Púðarnir eru úr flaueli og silki í litríkum og margbrotnum mynstrum og er frágangurinn á hornunum á þeim í flæðandi brúskum. Hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum og þekkjast á litríkum skúfunum sem fara vel við hönnun púðanna. Soldánarnir réðu ríkjum í Ottóman-veldinu, Tyrklandi nútímans, og klæddust íburðarmiklum og skrautlegum skikkjum með miklum höfuðbúnaði og skrautlegum skúfum. Hendrikka Waage hefur nýtt sér það sem innblástur til að skapa íburðarmikla línu púða og hálsfesta fyrir heimilið. Báðar línur Hendrikku Waage verða til sýnis í Atmo Laugavegi 91 á HönnunarMars dagana 14.-17. mars.Soldán hálsfestarnar hafa yfir sér ríkmannlegt yfirbragð og verða fáanlegar í mörgum litum og útgáfum.Innblásturinn að baki Menningarminja-púðalínunnar er mikilfengleiki breska heimsveldisins.Púði úr línunni Sóldán.
HönnunarMars Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira