Allar nothæfar leiguíbúðir í útleigu 25. mars 2013 12:10 Íbúðahúsnæði á Selfossi var til umfjöllunar í gær. Það er misskilningur að Íbúðalánasjóður liggi á leiguhæfum eignum og komi þeim ekki á leigumarkað. Allar leiguhæfar íbúðir í blokkum á Selfossi sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis í gær eru nú þegar í útleigu, segir í orðsendingu Íbúðalánasjóðs vegna fréttarinnar. Þar segir að langflestar eignir sem sjóðurinn taki yfir þarfnist lagfæringa og margar verulegra endurbóta. Þótt hægt sé að selja fasteignir á misjöfnu byggingarstigi eða í lélegu ástandi sé ekki forsvaranlegt að bjóða slíkar íbúðir til leigu. Íbúðir sjóðsins sem ekki eigi að selja og séu orðnar hæfar til útleigu séu auglýstar eins fljótt og unnt er.Blokkir í slæmu ástandi Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um fjölbýlishús á Selfossi. „Umræddar blokkir á Selfossi reyndust í mun verra ástandi en gert var ráð fyrir og voru ekki hæfar til útleigu. Brunaþéttingar með lögnum standast ekki byggingarreglugerð, gólfefni eru ónothæf í leiguíbúðir og þarf að skipta um þau og margar íbúðir eru án þröskulda, svo fátt eitt sé nefnt," segir í orðsendingunni.Kerfisbundið unnið að standsetningu Þá segir að eignasvið Íbúðalánasjóðs vinni kerfisbundið að því að meta, standsetja og skrá íbúðir og eftirspurn ráði á hverju svæði miklu um forgangsröðun þeirra verkefna. Á Selfossi hafi íbúðir til leigu komið reglulega inn frá síðasta hausti. Eftirspurn á svæðinu hafi hinsvegar verið mjög sveiflukennd og mikil hreyfing er á leigjendum. Til dæmis hafa um 35 leigjendur horfið úr leigu hjá sjóðnum á þessu svæði síðan í haust. Unnið er að endurgerð 8 íbúða í umræddum blokkum sem fara í útleigu um leið og þær eru tilbúnar. Fjórar nýuppgerðar íbúðir verða boðnar til leigu í þessari viku og er áhugasömum bent á að fylgjast með fasteignasíðum á mbl.is og fasteignir.is. Hægt er að skoða úthlutunarreglur leiguíbúða á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www. ils.is Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Það er misskilningur að Íbúðalánasjóður liggi á leiguhæfum eignum og komi þeim ekki á leigumarkað. Allar leiguhæfar íbúðir í blokkum á Selfossi sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis í gær eru nú þegar í útleigu, segir í orðsendingu Íbúðalánasjóðs vegna fréttarinnar. Þar segir að langflestar eignir sem sjóðurinn taki yfir þarfnist lagfæringa og margar verulegra endurbóta. Þótt hægt sé að selja fasteignir á misjöfnu byggingarstigi eða í lélegu ástandi sé ekki forsvaranlegt að bjóða slíkar íbúðir til leigu. Íbúðir sjóðsins sem ekki eigi að selja og séu orðnar hæfar til útleigu séu auglýstar eins fljótt og unnt er.Blokkir í slæmu ástandi Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um fjölbýlishús á Selfossi. „Umræddar blokkir á Selfossi reyndust í mun verra ástandi en gert var ráð fyrir og voru ekki hæfar til útleigu. Brunaþéttingar með lögnum standast ekki byggingarreglugerð, gólfefni eru ónothæf í leiguíbúðir og þarf að skipta um þau og margar íbúðir eru án þröskulda, svo fátt eitt sé nefnt," segir í orðsendingunni.Kerfisbundið unnið að standsetningu Þá segir að eignasvið Íbúðalánasjóðs vinni kerfisbundið að því að meta, standsetja og skrá íbúðir og eftirspurn ráði á hverju svæði miklu um forgangsröðun þeirra verkefna. Á Selfossi hafi íbúðir til leigu komið reglulega inn frá síðasta hausti. Eftirspurn á svæðinu hafi hinsvegar verið mjög sveiflukennd og mikil hreyfing er á leigjendum. Til dæmis hafa um 35 leigjendur horfið úr leigu hjá sjóðnum á þessu svæði síðan í haust. Unnið er að endurgerð 8 íbúða í umræddum blokkum sem fara í útleigu um leið og þær eru tilbúnar. Fjórar nýuppgerðar íbúðir verða boðnar til leigu í þessari viku og er áhugasömum bent á að fylgjast með fasteignasíðum á mbl.is og fasteignir.is. Hægt er að skoða úthlutunarreglur leiguíbúða á heimasíðu Íbúðalánasjóðs, www. ils.is
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira