EFTA-dómstóllinn segir munnlegan samning gilda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 10:01 Mynd/Getty Askar Capital mátti breyta ráðningarsamningi Yngva Harðarsonar framkvæmdastjóra án þess að afhenda honum breytingarnar í skriflegu skjali. Svo segir í dómi EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Dómstóllinn veitti ráðgefandi álit varðandi túlkun á tilskipun ráðsins 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Málið sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur snýst um ágreining á milli Yngva Harðarsonar og fyrrverandi vinnuveitanda hans Askar Capital ehf., fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Í desember 2006 gerðu sóknaraðili (Yngvi) og varnaraðili (Askar Capital) með sér skriflegan ráðningarsamning, og samkvæmt honum áttu mánaðarlaun Yngva að vera 15 þúsund evrur á mánuði. Frá apríl 2009 voru laun Yngva lækkuð niður í 1500 þúsund krónur á mánuði (sem jafngildir um það bil 9 þúsund evrum á þágildandi gengi). Samningaviðræður vegna breytinganna fóru fram munnlega og í tölvupósti. Slitastjórn var skipuð yfir starfsemi Aska Capital í júlí 2010 og lýsti Yngvi kröfu í slitameðferð. Krafa hans grundvallaðist á upphaflegum ráðningarsamningi sem kvað á um mánaðarlegar launagreiðslur upp á 15 þúsund evrur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni á grundvelli þess að slitastjórnin taldi að frá apríl 2009 ættu mánaðarlaun Yngva að vera 1500 þúsund krónur. Spurning Héraðsdóms Reykjavíkur til EFTA-dómstólsins laut í meginatriðum að því hvort, og þá að hvaða marki, það hefði áhrif á útreikning greiðslu til launþega ef honum hefði ekki verið afhent skriflegt skjal um breytingar sem gætu haft áhrif á fjárhæð greiðslunnar samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar. Dómstóllinn tók fram að 5. gr. kvæði á um að vinnuveitanda bæri að skýra launþega frá öllum breytingum á meginatriðum ráðningarsamnings í skriflegu skjali við fyrsta tækifæri og eigi síðar en mánuði eftir að breytingin tæki gildi. Dómstóllinn vísaði til þess að þegar slík tilkynning hefði ekki farið fram hefði tilskipunin engin áhrif á efnisákvæði ráðningarsamningsins. Dómstólum EES-ríkja væri því heimilt að beita reglum landsréttar um sönnunarfærslu varðandi tilvist og efni ráðningarsamnings. Dómstóllinn tók fram að samkvæmt tilskipuninni væri ekki gerð krafa um það að breytingar á aðalatriðum ráðningarsamnings, sem ekki hefði verið minnst á í skriflegu skjali sem afhent hefði verið launþega, eða ekki væri orðað með nægilega skýrum hætti í slíku skjali, yrðu taldar ógildar. Þetta gilti einnig við gjaldþrotaskipti eða sambærileg skipti á hlutafélagi. Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Askar Capital mátti breyta ráðningarsamningi Yngva Harðarsonar framkvæmdastjóra án þess að afhenda honum breytingarnar í skriflegu skjali. Svo segir í dómi EFTA-dómstólsins sem kveðinn var upp í dag. Dómstóllinn veitti ráðgefandi álit varðandi túlkun á tilskipun ráðsins 91/533/EBE frá 14. október 1991 um skyldu vinnuveitanda að skýra launþegum frá samningsskilmálum eða ráðningarfyrirkomulagi. Málið sem rekið er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur snýst um ágreining á milli Yngva Harðarsonar og fyrrverandi vinnuveitanda hans Askar Capital ehf., fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Í desember 2006 gerðu sóknaraðili (Yngvi) og varnaraðili (Askar Capital) með sér skriflegan ráðningarsamning, og samkvæmt honum áttu mánaðarlaun Yngva að vera 15 þúsund evrur á mánuði. Frá apríl 2009 voru laun Yngva lækkuð niður í 1500 þúsund krónur á mánuði (sem jafngildir um það bil 9 þúsund evrum á þágildandi gengi). Samningaviðræður vegna breytinganna fóru fram munnlega og í tölvupósti. Slitastjórn var skipuð yfir starfsemi Aska Capital í júlí 2010 og lýsti Yngvi kröfu í slitameðferð. Krafa hans grundvallaðist á upphaflegum ráðningarsamningi sem kvað á um mánaðarlegar launagreiðslur upp á 15 þúsund evrur. Slitastjórnin hafnaði kröfunni á grundvelli þess að slitastjórnin taldi að frá apríl 2009 ættu mánaðarlaun Yngva að vera 1500 þúsund krónur. Spurning Héraðsdóms Reykjavíkur til EFTA-dómstólsins laut í meginatriðum að því hvort, og þá að hvaða marki, það hefði áhrif á útreikning greiðslu til launþega ef honum hefði ekki verið afhent skriflegt skjal um breytingar sem gætu haft áhrif á fjárhæð greiðslunnar samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar. Dómstóllinn tók fram að 5. gr. kvæði á um að vinnuveitanda bæri að skýra launþega frá öllum breytingum á meginatriðum ráðningarsamnings í skriflegu skjali við fyrsta tækifæri og eigi síðar en mánuði eftir að breytingin tæki gildi. Dómstóllinn vísaði til þess að þegar slík tilkynning hefði ekki farið fram hefði tilskipunin engin áhrif á efnisákvæði ráðningarsamningsins. Dómstólum EES-ríkja væri því heimilt að beita reglum landsréttar um sönnunarfærslu varðandi tilvist og efni ráðningarsamnings. Dómstóllinn tók fram að samkvæmt tilskipuninni væri ekki gerð krafa um það að breytingar á aðalatriðum ráðningarsamnings, sem ekki hefði verið minnst á í skriflegu skjali sem afhent hefði verið launþega, eða ekki væri orðað með nægilega skýrum hætti í slíku skjali, yrðu taldar ógildar. Þetta gilti einnig við gjaldþrotaskipti eða sambærileg skipti á hlutafélagi. Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira