Tíska og hönnun

STÍLL – Diane Kruger

Þýskættuðu fyrirsætunni og leikkonunni Diane Kruger er margt til lista lagt. Hún átti farsælan fyrirsætuferil framan af en lagði svo leiklistina fyrir sig árið 2001. Síðan þá hefur hún leikið í stórmyndum á borð við Mr. Nobody, Troy, Unknown og Inglourious Basterds. Kruger hefur vakið mikla athygli fyrir sérstaklega smekklegan klæðaburð síðustu ár og prýtt marga lista yfir best klæddu konur heims. Hér sjáum við dæmi um klæðnað hennar í gegnum tíðina.

Fyrirsætudagarnir. Árið 1998 með Önnu Kournikovu.
Árið 2004 á frumsýningu Troy.
Á Golden Globes árið 2005 í dimmrauðum kjól frá Lanvin.
Á Óskarnum árið 2006 í kjól frá Chanel.
Í rauðu leðurpilsi og hvítum topp fyrr á árinu.
Í sérsaumuðum Vivienne Westwood kjól í maí 2012.
Í Chanel á frumsýningu Inglourious Basterds.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×