Þungt ár framundan Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. mars 2013 15:42 Ólafur Darri Andrason, aðalhagfræðingur ASÍ. Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015. Í spánni segir að kaupmáttur heimilanna hafi vaxið undanfarin ár og stutt við hóflegan vöxt einkaneyslunnar. Þrátt fyrir batnandi stöðu á vinnumarkaði, lengri vinnutíma og launahækkanir muni kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna dragast saman á þessu ári og því næsta. Skýringin sé sú að sértækum aðgerðum til stuðnings skuldugum heimilum ljúki að mestu á árinu auk þess sem mikil verðbólga rýrir kaupmátt ráðstöfunartekna. Þetta muni endurspeglast hóflegum vexti einkaneyslunnar allan spátímann. Hagdeild spáir því að einkaneysla aukist um 2% í ár, 1,4% á næsta ári og 2,6% árið 2015. Þá segir í spánni að hægt hafi á efnahagsbatanum og nú bendi flest til þess að hagvöxtur í ár verði rétt undir 2%, sem sé nokkuð minna en hagdeildin spáði í október. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni þá hafi hagvöxturinn í fyrra verið undir væntingum eða 1,6%. Breytinguna megi að mestu rekja til minni samneysluútgjalda og minni útflutnings en gert hafi verið ráð fyrir í október. Efnahagslífið haldi þó áfram að reisa sig og gangi spá hagdeildar eftir verði hagvöxtur rétt um 3% árin 2014 og 2015. Búast má við að gengi krónunnar verði áfram veikt en styrkist þó lítillega eða um 2,5% á spátímanum. Staðan á vinnumarkaði batnar á næstu árum í takt við efnahagslífið og heimilin halda áfram að rétta úr kútnum. Verðbólga verður mikil í ár en minnkar þegar líður á spátímann. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira
Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015. Í spánni segir að kaupmáttur heimilanna hafi vaxið undanfarin ár og stutt við hóflegan vöxt einkaneyslunnar. Þrátt fyrir batnandi stöðu á vinnumarkaði, lengri vinnutíma og launahækkanir muni kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna dragast saman á þessu ári og því næsta. Skýringin sé sú að sértækum aðgerðum til stuðnings skuldugum heimilum ljúki að mestu á árinu auk þess sem mikil verðbólga rýrir kaupmátt ráðstöfunartekna. Þetta muni endurspeglast hóflegum vexti einkaneyslunnar allan spátímann. Hagdeild spáir því að einkaneysla aukist um 2% í ár, 1,4% á næsta ári og 2,6% árið 2015. Þá segir í spánni að hægt hafi á efnahagsbatanum og nú bendi flest til þess að hagvöxtur í ár verði rétt undir 2%, sem sé nokkuð minna en hagdeildin spáði í október. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni þá hafi hagvöxturinn í fyrra verið undir væntingum eða 1,6%. Breytinguna megi að mestu rekja til minni samneysluútgjalda og minni útflutnings en gert hafi verið ráð fyrir í október. Efnahagslífið haldi þó áfram að reisa sig og gangi spá hagdeildar eftir verði hagvöxtur rétt um 3% árin 2014 og 2015. Búast má við að gengi krónunnar verði áfram veikt en styrkist þó lítillega eða um 2,5% á spátímanum. Staðan á vinnumarkaði batnar á næstu árum í takt við efnahagslífið og heimilin halda áfram að rétta úr kútnum. Verðbólga verður mikil í ár en minnkar þegar líður á spátímann.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Sjá meira