Tíska og hönnun

Fatahönnunarnemar héldu tískusýningu í Turninum

Níu fatahönnunarnemar í Listháskóla Íslands sýndu afrakstur fimm vikna námskeiðs á tískusýningu í Turninum á Höfðatorgi á miðvikudaginn var. Fólk var sammála um að sýningin hefði tekist mjög vel til og verið hin glæsilegasta. Það er mikil gróska í fatahönnun á Íslandi þessa dagana og vinsældir fagsins hafa aukist til muna síðustu ár. Markaðurinn fer ört vaxandi og því verður spennandi fyrir tískuáhugafólk að fylgjast með framhaldinu.





Ingimár Flóvent tók þessar myndir, en það voru þau Áslaug Sigurðardóttir, Svava Magdalena, Drífa Thoroddsen, Berglind Óskarsdóttir, Ida Mohell, Ragna Sigríður Bjarnadóttir, Andres Pelaez, Kristín Sunna Sveinsdóttir og Rakel Jónsdóttir sem sýndu hönnun sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.