Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki Karen Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:36 Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús. Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús.
Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira