Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Sigmar Sigfússon í Mýrinni skrifar 4. apríl 2013 13:25 Mynd/Vilhelm Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira