Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 11:15 Jordan kastar mæðinni í fimma leiknum í Salt Lake City 1997. Nordicphotos/Getty Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24