Búinn að undirrita fríverslunarsamninginn 15. apríl 2013 11:19 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. „Þetta er sögulegur samningur sem mun skapa störf á Íslandi eins og þegar eru komin fram dæmi um í þessari ferð, og opna ótal tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning" segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í fréttatilkynningu vegna samningsins. „Fríverslun við Kína gefur íslenskum fyrirtækum sérstakt forskot inn á þann markað heimsins sem vex langhraðast. Sú staðreynd að Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem nær slíkum samningi við Kína skapar íslensku atvinnulífi einstakt forskot. Það sjáum við strax á þeim samningum sem íslensku fyrirtækin eru að gera hér í þessari ferð okkar til Kína," bætir hann við. Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er niðurfelling tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands. Þar með er miklum hindrunum rutt úr vegi útflutnings íslenskrar framleiðslu til Kína. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, flestar strax eftir gildistöku samningsins, en örfáar að loknum 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Algengir tollar á þeim, og mörgum öðrum mikilvægum afurðum sem Ísland flytur út, hafa verið á bilinu 10-12%. Með samningnum er líka skapaður vettvangur þar sem íslensk stjórnvöld geta tekið upp öll þau vandkvæði sem upp kunna að koma í viðskiptum ríkjanna. Líkt og í öðrum fríverslunarsamningum fellir Ísland á móti niður tolla á innfluttum vörum, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarafurðum. Þannig skapast skilyrði fyrir lægra verð til íslenskra neytenda á þeim vörum sem fluttar eru inn frá Kína og bera tolla í dag. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Gao Hucheng, viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í morgun í Peking fríverslunarsamning milli Íslands og Kína að viðstöddum forsætisráðherrum ríkjanna. Þetta er fyrsti fríverslunarsamningur sem Evrópuríki gerir við Kína og veitir íslenskum fyrirtækjum og útflutningsgreinum forskot á ört vaxandi Kínamarkað. „Þetta er sögulegur samningur sem mun skapa störf á Íslandi eins og þegar eru komin fram dæmi um í þessari ferð, og opna ótal tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf og útflutning" segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í fréttatilkynningu vegna samningsins. „Fríverslun við Kína gefur íslenskum fyrirtækum sérstakt forskot inn á þann markað heimsins sem vex langhraðast. Sú staðreynd að Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem nær slíkum samningi við Kína skapar íslensku atvinnulífi einstakt forskot. Það sjáum við strax á þeim samningum sem íslensku fyrirtækin eru að gera hér í þessari ferð okkar til Kína," bætir hann við. Helsti ávinningur fríverslunarsamningsins við Kína er niðurfelling tolla á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands. Þar með er miklum hindrunum rutt úr vegi útflutnings íslenskrar framleiðslu til Kína. Allar sjávarafurðir verða tollfrjálsar, flestar strax eftir gildistöku samningsins, en örfáar að loknum 5 eða 10 ára aðlögunartíma. Algengir tollar á þeim, og mörgum öðrum mikilvægum afurðum sem Ísland flytur út, hafa verið á bilinu 10-12%. Með samningnum er líka skapaður vettvangur þar sem íslensk stjórnvöld geta tekið upp öll þau vandkvæði sem upp kunna að koma í viðskiptum ríkjanna. Líkt og í öðrum fríverslunarsamningum fellir Ísland á móti niður tolla á innfluttum vörum, að undanskildum ákveðnum landbúnaðarafurðum. Þannig skapast skilyrði fyrir lægra verð til íslenskra neytenda á þeim vörum sem fluttar eru inn frá Kína og bera tolla í dag.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Peningaskápurinn ... Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Sjá meira