Ræddi við Kínverja um samstarf um olíuleit 15. apríl 2013 09:22 Össur Skarphéðinsson, viðskiptaráðherra og Gao Hucheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína Mynd/ Valli. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvatti um helgina kínversk stjórnvöld til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu en íslenskt fyrirtæki sem stofnað hefur verið í þeim tilgangi hefur óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec um það. Össur og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eru saman komin í Kína til þess að undirrita fríverslunarsamning. Utanríkisráðherrar landanna munu undirrita samninginn að viðstöddum forsætisráðherrum. Kínversk stjórnvöld fögnuðu sömuleiðis þeim tækifærum sem geti skapast í samskiptum ríkjanna við auknar siglingar yfir norðurpólinn. Í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu segir að Kínverjar og Íslendingar hafi verið sammála um að Miðleiðin svokallaða sé hentugasta skipaleiðin milli Asíu og Evrópu í framtíðinni. Umskipunarhöfn á Íslandi gæti þá orðið ein af mikilvægum áfangastöðum á þeirri leið. Viðskiptaráðherra Kína hvatti til þess að íslensk og kínversk stjórnvöld þróuðu það samstarf áfram.Samstarf um nýtingu jarðhita Össur og Gao Hucheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, ræddu áform Kínverja um áframhaldandi jarðhitavæðingu Kínverja í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga, en stærsta hitaveita í heimi er nú í Kína, byggð á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Á nýafstöðnu flokksþingi samþykkti kinverska ríkisstjórnin sérstakt átak í jarðhitanýtingu, en áætlað er að 400 borgir gætu sett upp jarðhitaveitur að íslenskum hætti. Í tengslum við fríverslunarsamninginn verður undirritaður samningur um frekari fjármögnun á næstu stórverkefnum í samstarfi Íslendinga og Kínverja á þessu sviði. Einnig kom fram af hálfu kínverska ráðherrans að Kínverjar væru mjög jákvæðir gagnvart samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðhita í öðrum löndum, til dæmis í Afríku. Þar gætu skapast fjölmörg störf fyrir íslenska sérfræðinga á ýmsum sviðum við kortlagningu linda og byggingu jarðorkuvera. Ráðherrarnir ræddu jafnframt framvindu samstarfs þjóðanna á sviði orkusparandi aðgerða, en samningar sem gerðir verða í tengslum við fríverslunarsamninginn varða meðal annars stórfellt samstarf Marorku, sem framleiðir orkusparandi tækni fyrir skip, við stóra aðila sem framleiða vélar í kínverska kaupskipaflotann. Kínverski ráðherrann sagðist myndu hvetja kínversk fyrirtæki til að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Íslandi, svo sem um olíuvinnslu, einstaka framkvæmdir og kísilflöguverksmiðju á Grundartanga. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvatti um helgina kínversk stjórnvöld til samstarfs um olíuverkefni á Drekasvæðinu en íslenskt fyrirtæki sem stofnað hefur verið í þeim tilgangi hefur óskað eftir samvinnu við kínverska fyrirtækið Sinopec um það. Össur og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eru saman komin í Kína til þess að undirrita fríverslunarsamning. Utanríkisráðherrar landanna munu undirrita samninginn að viðstöddum forsætisráðherrum. Kínversk stjórnvöld fögnuðu sömuleiðis þeim tækifærum sem geti skapast í samskiptum ríkjanna við auknar siglingar yfir norðurpólinn. Í fréttatilkynningu frá íslenska utanríkisráðuneytinu segir að Kínverjar og Íslendingar hafi verið sammála um að Miðleiðin svokallaða sé hentugasta skipaleiðin milli Asíu og Evrópu í framtíðinni. Umskipunarhöfn á Íslandi gæti þá orðið ein af mikilvægum áfangastöðum á þeirri leið. Viðskiptaráðherra Kína hvatti til þess að íslensk og kínversk stjórnvöld þróuðu það samstarf áfram.Samstarf um nýtingu jarðhita Össur og Gao Hucheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, ræddu áform Kínverja um áframhaldandi jarðhitavæðingu Kínverja í samvinnu við íslensk fyrirtæki og íslenska sérfræðinga, en stærsta hitaveita í heimi er nú í Kína, byggð á grundvelli íslenskrar sérþekkingar. Á nýafstöðnu flokksþingi samþykkti kinverska ríkisstjórnin sérstakt átak í jarðhitanýtingu, en áætlað er að 400 borgir gætu sett upp jarðhitaveitur að íslenskum hætti. Í tengslum við fríverslunarsamninginn verður undirritaður samningur um frekari fjármögnun á næstu stórverkefnum í samstarfi Íslendinga og Kínverja á þessu sviði. Einnig kom fram af hálfu kínverska ráðherrans að Kínverjar væru mjög jákvæðir gagnvart samstarfi við Íslendinga um nýtingu jarðhita í öðrum löndum, til dæmis í Afríku. Þar gætu skapast fjölmörg störf fyrir íslenska sérfræðinga á ýmsum sviðum við kortlagningu linda og byggingu jarðorkuvera. Ráðherrarnir ræddu jafnframt framvindu samstarfs þjóðanna á sviði orkusparandi aðgerða, en samningar sem gerðir verða í tengslum við fríverslunarsamninginn varða meðal annars stórfellt samstarf Marorku, sem framleiðir orkusparandi tækni fyrir skip, við stóra aðila sem framleiða vélar í kínverska kaupskipaflotann. Kínverski ráðherrann sagðist myndu hvetja kínversk fyrirtæki til að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Íslandi, svo sem um olíuvinnslu, einstaka framkvæmdir og kísilflöguverksmiðju á Grundartanga.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira