Greg Norman hefur mikla trú á Adam Scott Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2013 07:37 Adam Scott. Mynd/AP Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996). Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Adam Scott vann í gær Mastersmótið í golf og fékk að klæðast græna jakkanum fyrstur Ástrala. Hann sagði eftir sigurinn að Greg Norman ætti þátt í þessum titli því hann væri sá sem ástralskir kylfingar líta upp til. Greg Norman var tvisvar afar nálægt því að vinna Mastersmótið en varð að sætta sig við annað sætið í bæði skiptin. Hinn 58 ára gamli Norman er búinn að tjá sig um sigur Adam Scott. „Það efuðust allir um að hann næði þessu en við kylfingarnir vissum að þetta kæmi hjá honum," sagði Greg Norman við BBC en þetta var fyrsti risatitill Adam Scott. Adam Scott er 32 ára gamall og hefur nú verið meðal átta efstu á þremur Mastersmótum í röð. Scott varð í 2. sæti 2011, í 8. sæti í fyrra og vann síðan mótið í gær. Scott varð í 2. sæti á opna breska mótinu í fyrra. „Ég held að hann eigi eftir að vinna fleiri risatitla en nokkur annar Ástrali," sagði Greg Norman. Greg Norman vann opna breska meistaramótið tvisvar (1986 og 1993) en metið á Peter Thomson sem vann fimm risatitla á árunum 1954 til 1965. Greg Norman varð aftur á móti átta sinnum í öðru sæti á risamótum þar af þrisvar sinnum á Mastersmótinu (1986, 1987 og 1996).
Golf Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira