Eftirmálar formúlunnar í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 14. apríl 2013 21:29 Alonso kom fyrstur í mark í Kína. nordicphotos/afp Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku. Formúla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Eftirmálar Formúlu 1-kappakstursins í Kína í morgun eru nokkrir enda virtust ökumenn ekki vera með reglurnar á hreinu hvað varðar notkun afturvængsins undir gulum flöggum. Fyrirvarar voru því settir á lokaniðurstöðu kappakstursins í dag enda átti eftir að úrskurða um meint brot margra ökumanna, þar á meðal Sebastian Vettel, Kimi Raikkönen og Jenson Button. Engum verður hins vegar refsað fyrir þessi brot og er það aðallega vegna tæknilegra vandamála hjá FIA. Venjulega getur mótsstjóri fjarstýrt því hvort ökumenn eigi möguleika á að opna afturvænginn en í ár hefur verið bilun í þessum búnaði. Það ætti því að vera ökumanna og liðanna að fylgja reglunum en þeim hefur verið sýndur skilningur í þessu máli. Hins vegar var tveimur ökumönnum refsað fyrir að hafa valdið hættu í brautinni í Kína. Fyrst ber að nefna unga Mexíkóan Esteban Gutierrez sem misreiknaði bremsuvegalengd sína og ók aftan á Adrian Sutil með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Verður hann færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Barein eftir viku. Mark Webber hefur einnig hlotið refsingu en hann var sendur út af viðgerðarsvæðinu eftir þjónustuhlé með laust hægra afturhjól sem, eftir að hann hafði ekið nánast heilan hring, skoppaði af og í veg fyrr ökumenn. Webber verður færður aftur um þrjú sæti á ráslínunni í Barein. Kappaksturinn í Barein fer fram eftir viku.
Formúla Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira