Innlent

Greiða 110 þúsund í bensín

Hjón sem búa á Akranesi og starfa í Reykjavík eyða gríðarlegum fjármunum í eldsneyti og Hvalfjarðargöngin.

„Annað okkar fer með börnin í skólann, hitt sækir,“ útskýrir heimilisfaðirinn og segir að þau hjónin eyði allt í allt 110 þúsund krónum í bensín og Hvalfjarðargöngin.

Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í Stóra málinu segir hann að það sé ekkert vit í þess. „En þetta er okkar val. Þetta er það sem við þurfum að gera til þess að reka heimili.“ Hann bætir við að þau hjónin leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir ofan þar sem rætt er við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×