Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. apríl 2013 19:59 Hildi fannst afsökunarbeiðnin ósannfærandi, en segir að batnandi mönnum sé best að lifa. Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“ Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“
Kosningar 2013 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira