Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Karen Kjartansdóttir skrifar 12. apríl 2013 19:00 Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Kosningar 2013 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Kosningar 2013 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira