Segir mögulegt að gera mun betur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 18:12 Kvikmyndin Oblivion var tekin á Íslandi í fyrrasumar. Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira