Árni Páll umdeildur í eigin flokki Helga Arnardóttir skrifar 29. apríl 2013 13:35 Ólína Þorvarðardóttir deilir hart á Árna Pál. Mynd/ Vilhelm. Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína. Kosningar 2013 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Staða Samfylkingarinnar og formanns hennar er erfið eftir þessar kosningar segir Ólína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins sem datt út af þingi um helgina. Slakt gengi flokksins megi meðal annars rekja til framgöngu forystunnar í sínum stærstu stefnumálum við þinglok. Flokkurinn þurfi nú fyrst og fremst að líta í eigin barm. Samfylkingin beið afhroð í kosningunum um helgina og missti ellefu þingmenn af 20 sem voru kjörnir á þing fyrir flokkinn í kosningunum 2009. Þeir Samfylkingarmenn sem duttu út af þingi eru Björgvin G. Sigurðarson Magnús Orri Schram Mörður Árnason Jónína Rós Guðmundsdóttir Lúðvík Geirsson Sigmundur Ernir Rúnarsson Skúli Helgason Og Ólína Þorvarðardóttir. Margir velta fyrir sér stöðu nýs formanns Árna Páls Árnasonar og stöðu flokksins sem var með 29,8 % fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en er nú með 12,9% á landsvísu. Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sem datt út af þingi í nýafstöðnum kosningum skrifaði harðorðan pistil á bloggsíðu sína í gær undir yfirskriftinni Sundrað sverð og syndagjöld þar sem hún gagnrýndi Samfylkinguna og forystu hennar. Hún sagði formanninn Árna Pál hafa ákveðið að skilja sig frá verkum ríkisstjórnarinnar í von um að fá á sig betri ásýnd og um leið hafi forystan yfirgefið þrjú helstu stefnumál kjörtímabilsins, stjórnarskrár- og , fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. „Ég held að það hafi leikið stórt hlutverk hvernig til tókst núna við þinglokin. Annars vegar var eins og hin nýja forysta flokksins hefði ekki ná fótfestu á þessum fáu vikum sem hún hafði eftir formannskjör og fram að kosningum. Við vorum með stór mál í gangi í þinginu sem við þurftum að ljúka. Öll þessi mál urðu fyrir miklu hnjaski í meðförum þingsins og það náðist ekki tilætlaður árangur með neitt þeirra. Þetta held ég að hafi haft gríðarlega mikil áhrif því að minni kjósenda er auðvitað stutt eins og oft er sagt," segir Ólína. Hún segir vissulega vonbrigði að hafa dottið út af þingi en málin snúist ekki um afdrif eins og eins þingmanns heldur stöðu Samfylkingarinnar í heild. „Það blasir auðvitað við að staða formannsins og flokksins í heild er mjög erfið eins og sakir standa. Þannig að það er alveg augljóst að Samfylkingin þarf að líta í eigin barm sem flokkur, skoða sitt erindi og meta hvað það var sem fór úrskeiðis annars vegar á kjörtímabilinu og hins vegar á lokaspretti kosningabaráttunnar." Hún segir sundrungina hins vegar hafa verið áberandi í nýafstöðnum kosningum. „Mér sýnist sundrungin vera annar stærsti sigurvegari þessara kosningar því að í um sundrungarhítina hurfu núna um 11-15 % atkvæða eftir kjördæmum sem skiluðu engum þingmanni. Það er auðvitað alvarlegt umhugsunarefni fyrir okkur í lýðræðissamfélagi að sú staða skuli vera uppi. Það er líka áhyggjuefni fyrir okkur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk á Íslandi að þessi sundrungartilheigingin virðist alltaf gera vart við sig með nokkurra ára millibili," segir Ólína.
Kosningar 2013 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira