Innistæða fyrir verulegri lækkun á innfluttum vörum 29. apríl 2013 12:03 Greining Íslandsbanka segir að miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verði fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um síðustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Í Morgunkorninu segir að óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni í mælingu Hagstofu er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun VNV nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%. Markaðsverð húsnæðis hækkaði í apríl um 1,8% á milli mánaða (0,23% áhrif í VNV). Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæði hækkaði um 1,8%, en verð fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu lækkaði hins vegar lítið eitt. Á móti því vó hins vegar 8,6% hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Sú hækkun kemur verulega á óvart, enda hefur svo mikil mánaðarhækkun ekki sést í tölum Hagstofu svo langt aftur sem þær ná, eða til síðustu aldamóta. Þá hækkaði greidd húsaleiga um 1,7% í apríl, sem er óvenju mikil hækkun og tengist væntanlega því að mikil hækkun VNV í febrúar kemur fram í verðtryggðum leigusamningum með töf. Líkt og búast mátti við lækkaði verð á ýmsum innfluttum vörum í kjölfar verulegrar styrkingar krónu frá miðjum febrúarmánuði. Eldsneytisverð lækkaði til að mynda um 4% (-0,23% í VNV) og verð á nýjum bílum lækkaði um 2,2% (-0,12% í VNV). Þá má greina áhrif styrkingarinnar í öðrum vöruflokkum á borð við raftæki. Í heild lækkuðu innfluttar vörur í verði um 1,0% í apríl. Miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist þó vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verður fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum., að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verði fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningarinnar þar sem fjallað er um síðustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Í Morgunkorninu segir að óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni í mælingu Hagstofu er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun VNV nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%. Markaðsverð húsnæðis hækkaði í apríl um 1,8% á milli mánaða (0,23% áhrif í VNV). Þvílík hækkun milli mánaða hefur ekki sést á þessum lið síðan á þensluárinu mikla 2007. Verð á sérbýlum á höfuðborgarsvæði hækkaði um 1,8%, en verð fjölbýla á höfuðborgarsvæðinu lækkaði hins vegar lítið eitt. Á móti því vó hins vegar 8,6% hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Sú hækkun kemur verulega á óvart, enda hefur svo mikil mánaðarhækkun ekki sést í tölum Hagstofu svo langt aftur sem þær ná, eða til síðustu aldamóta. Þá hækkaði greidd húsaleiga um 1,7% í apríl, sem er óvenju mikil hækkun og tengist væntanlega því að mikil hækkun VNV í febrúar kemur fram í verðtryggðum leigusamningum með töf. Líkt og búast mátti við lækkaði verð á ýmsum innfluttum vörum í kjölfar verulegrar styrkingar krónu frá miðjum febrúarmánuði. Eldsneytisverð lækkaði til að mynda um 4% (-0,23% í VNV) og verð á nýjum bílum lækkaði um 2,2% (-0,12% í VNV). Þá má greina áhrif styrkingarinnar í öðrum vöruflokkum á borð við raftæki. Í heild lækkuðu innfluttar vörur í verði um 1,0% í apríl. Miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist þó vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verður fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum., að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent