"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 20:49 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. „Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“ Kosningar 2013 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
„Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“
Kosningar 2013 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira