Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits 28. apríl 2013 15:36 Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson Kosningar 2013 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson
Kosningar 2013 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira