Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður í viðtali í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 klukkan 12.00 á hádegi, sem jafnframt er sendur út á Bylgjunni. Þar munu fréttamenn Stöðvar 2 fara ítarlega yfir kosningaúrslitin og fá viðbrögð forystumanna flokkanna.
Einnig verða sýndir svipmyndir frá kosninganóttinni og reynt að meta hvaða tíðindi felast í niðurstöðunni. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur verður einnig í viðtali til að greina kosningaúrslitin.
Jóhanna í hádeginu í aukafréttum á Stöð 2
