Innlent

Píratar á ystu nöf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir, einn af kapteinum Pírata, sést hér lengst til vinstri.
Birgitta Jónsdóttir, einn af kapteinum Pírata, sést hér lengst til vinstri. Mynd/ Daníel.
Samkvæmt útreikningum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis fá Píratar þrjá þingmenn kjörna eins og staðan er núna þegar klukkan er korter yfir tvö. Staðreyndin er sú að samkvæmt útreikningum Vísis og þeim forsendum sem liggja að baki þeim útreikningum fær flokkurinn þrjá uppbótarþingmenn.

Útreikningar RÚV og mbl.is sýna ekki það sama, heldur benda útreikningar þeirra til þess að flokkurinn fái ekki menn kjörna. Ástæðan fyrir þessu er líklegast sú að forsendur að baki útreikningum jöfnunarþingmanna er ekki sú sama. Útlit er fyrir að staða Pírata muni breytast ótt og títt eftir því sem líður á nóttina.

Í skýrslu Þorkels Helgasonar stærðfræðings eftir kosningar 2009 segir Þorkell að áður en kemur að ráðstöfun jöfnunarsæta þurfi að aðgæta hvaða stjórnmálasamtök (flokkar) koma til álita. „Í kosningalögunum frá 2000 (og í samsvarandi stjórnarskrárákvæði) er það nýmæli að settur er 5% þröskuldur, sem veitir um leið rétt: Þau samtök ein sem hafa náð 5% landsfylgi skulu koma til álita við úthlutun jöfnunarsæta,“ segir Þorkell og klikkir út með því að segja að áður hafi verið miðað við að samtök hefðu hlotið eitt eða fleiri kjördæmissæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×