Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn enn stærstur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fagnar niðurstöðu kvöldsins með Gísla Marteini Baldurssyni samflokksmanni sínum.
Bjarni Benediktsson fagnar niðurstöðu kvöldsins með Gísla Marteini Baldurssyni samflokksmanni sínum. Mynd/ Daníel R.
Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn á landsvísu klukkan hálffjögur. Hann fær 19 þingmenn kjörna, en Framsóknarflokkurinn er næststærstur með 18 menn kjörna. Samfylkingin fær níu  þingmenn kjörna, Vg fær átta þingmenn og Björt Framtíð með sex þingmenn. Píratar fá svo þrjá þingmenn kjörna, samkvæmt útreikningum Vísis.

Samkvæmt þessum niðurstöðum er eina færa leiðin til þess að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að mynda stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ekki er möguleiki á að mynda neina ríkisstjórn nema annað hvort með þátttöku Framsóknarflokksins eða Sjálfstæðisflokksins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×