Innlent

Sannfærð um að Píratar merji þetta á lokametrunum

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir.
„Ég er alveg viss um að við merjum þetta á lokametrunum,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Píratanna í Suðvesturkjördæmi en Píratar voru með fjóra þingmenn á tímabili en eru núna dottnir niður fyrir hinn alræmda 5 prósentu múr og eru því ekki með neina þingmenn samkvæmt nýjustu tölum þegar þetta er skrifað.

„Ef við náum ekki manni inn, þá er það sorglegur vitnisburður um þessa fimm prósentu reglu,“ bætir Birgitta við.

Hún segist vona að atkvæðin séu talin eftir tímaröð, en það er þekkt að ungt fólk skilar sér seinna á kjörstaði en þeir eldri.

Birgitta efast þó ekki um að Píratarnir nái inn að lokum, enda vantar aðeins 0,2 % upp á að flokkurinn nái fimm prósentum en þá er raunsætt mat, að sögn Birgittu, að

flokkurinn nái þremur til fjórum mönnum inn.

Eins og staðan er nú er aðeins eitt nýtt framboð inni. Það er Björt framtíð sem er með 6 menn inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×