Innlent

"Hélt við myndum uppskera meira en þetta"

Mynd úr safni.
„Ég er auðvitað mjög döpur og sorgmædd ef þetta verður niðurstaðan,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra Samfylkingarinnar, en svo virðist sem flokkurinn gjaldi afhroð í kosningunum sem nú standa yfir.

„Þetta veldur mér og öllum í Samfylkingunni miklum vonbrigðum en þetta er lýðræðisleg niðurstaða og við verðum að una við hana, en þetta er vissulega meira tap en ég bjóst við.

Jóhanna segir að ljóst hafi verið frá upphafi að kjörtímabilið yrði erfitt, og ekki til þess fallið að auka fylgi flokksins.

„Við höfum þurft að fara í mjög óvinsælar aðgerðir, bæði í niðurskurði, skattamálum og fleiri málum, en ég hélt satt að segja að við myndum uppskera meira en þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×