Innlent

Viðbrögð formannanna: Katrín bjartsýn - Sigmundur ánægður

Sigmundur Davíð og Bjarni benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni benediktsson. Mynd / Daníel
„Ég sé það, í ljósi reynslunnar, að þetta er misskipt á milli kjördæma. En það er mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins á kosningavöku RÚV en flokkurinn hefur bætt verulega við sig fylgi nú þegar og eru meðal annars með fjóra nýja þingmenn í Suðurkjördæmi. Alls eru þeir með tólf þingmenn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að tölurnar væru í takt við síðustu skoðunarkannanir en ljóst væri að úrslitin myndu ráðast seint í nótt. Það væri reynsla hans af stjórnmálum.

Hann sagði tölurnar þó ívið lægri í sumum kjördæmum en búist var við.

Vinstri grænir stefna í að vinna þokkalegan kosningasigur sé tekið mið af þeim tölum sem eru komnar í hús. Þannig heldur VG tveimur þingmönnum í Suðvesturkjördæmum. Alls eru VG með fjóra þingmenn. Katrín Jakobsdóttir sagðist hafa fulla ástæðu til þess að vera bjartsýn.

Samfylkingin stefnir samt sem áður í töluverðan ósigur, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn á landinu öllu. Árni Páll tók tölunum með ró, og benti á að það væri mikið eftir af kvöldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×