Innlent

Sex nýir samkvæmt fyrstu tölum - yngsti þingmaðurinn 25 ára

Fjóla Hrund Björnsdóttir, starfsmaður Hótel Rangá. Hún er 25 ára gömul og er nemi í HÍ.
Fjóla Hrund Björnsdóttir, starfsmaður Hótel Rangá. Hún er 25 ára gömul og er nemi í HÍ.
Sex nýir þingmenn koma inn á Alþingi samkvæmt nýjustu tölum úr Suðurkjördæmi en flestir þeirra koma úr Framsóknarflokknum.

Sigurður Ingi Jóhannsson er á þingi og er oddviti Framsóknarmanna. Á eftir honum kemur Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri úr Reykjanesbæ. Hún er fertug.

Næstu kemur Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi frá Grindavík en hann er fæddur árið 1957. Svo kemur Haraldur Einarsson, verkfræðinemi frá Flóahreppi. Hann er nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði Háskóla Íslands.

Hann er 26 ára gamall. Hann er ekki mikið yngri hún Fjóla Hrund Björnsdóttir, starfsmaður Hótel Rangá. Hún er 25 ára gömul og er nemi í HÍ.

Hún er nýjasti þingmaður Framsóknarflokksins samkvæmt þessum tölum, sem geta auðvitað breyst.

Tveir nýir koma úr Sjálfstæðisflokknum. Það eru þeir Ásmundur Friðriksson, fyrrerandi bæjarstjóri í sveitarfélaginu Garði og fiskverkandi í 18 ár.

Næst kemur Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×