Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. apríl 2013 19:03 Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum. Kosningar 2013 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum.
Kosningar 2013 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira