Innlent

Erfitt að skýra dræma kjörsókn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að skýra hvað valdi því að kjörsókn sé minni nú en í kosningunum árið 2009. Engin skýring blasi við. „Það hafa eitthvað borist fréttir af því að það sé meira af utankjörfundaratkvæðum heldur en síðast. En ég veit ekki hvort það er að vega þetta eitthvað upp," segir Grétar. 

Grétar á von á því, miðað við hvernig dagurinn hefur þróast, að kjörsóknin verði í kringum 80% en hún var um 85% fyrir fjórum árum. Hann bendir á að kosningaþátttaka í síðustu sveitastjórnarkosningum, sem fram fóru árið 2010, hafi verið töluvert minni en 2006. Hún hafi farið úr 79 niður undir 73%. Kannski sé minni kjörsókn núna hluti af þróun sem hafi verið farin í gang.

Við þetta má svo bæta að Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík suður, sagði í samtali við RÚV klukkan sex að utankjörfundaratkvæði væru um 12% þeirra atkvæða sem borist hefðu. Fyrir fjórum árum hefðu þau verið einungis 10%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×