Innlent

Heldur minni kjörsókn en 2009

Frá Laugardalshöll í morgun.
Frá Laugardalshöll í morgun. Mynd/Pjetur
Enn berast fréttir af kjörsókn á landsvísu.

Í Reykjavíkurkjördæmi norður höfðu 16.440 kosið klukkan 16, og eru það tæplega 36,1 prósent fólks á kjörskrá (43,1% höfðu kosið í kjördæminu kl. 16 árið 2009). Í Reykjavík suður höfðu 17.681 kosið, eða 39,1 prósent (45,1% árið 2009). Þetta er sögð versta kjörsókn í Reykjavík í tíu ár.

Nýjustu tölur úr Suðvesturkjördæmi eru þær að klukkan 18 höfðu 33.713 manns kosið, en það jafngildir 53,4 prósent kjörsókn (59,1% árið 2009). Von er á næstu tölum klukkan 18:20.

Í Suðurkjördæmi höfðu 16.300 greitt atkvæði klukkan 16, eða 48,5 prósent. Það er heldur minna en á sama tíma árið 2009.

Í Norðvesturkjördæmi höfðu 4287 manns kosið klukkan 15. Það eru 20 prósent þeirra sem eru á kjörskrá en tölur frá árinu 2009 liggja ekki fyrir.

Yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi tekur ekki saman tölur yfir daginn en séu tölur úr fjórum stærstu svæðum innan kjördæmisins teknar saman höfðu 8113 greitt atkvæði klukkan 15, eða 27,9 prósent. Tölur frá 2009 liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×