Innlent

Hundleiðinlegt kosningaveður víðast hvar á morgun

Athugið að myndin er úr safni.
Athugið að myndin er úr safni. Stefán Karlsson
Hún er hundleiðinleg kosningaspáin á morgun - það er að segja þessi sem gildir um veðrið, en spáð er rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu þegar Íslendingar fara á kjörstaði til þess að nýta lýðræðislegan rétt sinn á morgun.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að á í kvöld verði vaxandi suðvestanátt og þykknar upp, 10 til 15 metrar á sekúndu og slydda, en síðar rigning Vestan til í kvöld og snjókoma á Vestfjörðum.

Það verður vestlæg átt, 10 til18 metrar á sekúndu og rigning eða slydda með köflum á morgun, hvassast við Suðurströndina. Norðlægari vindur annað kvöld og rofar til á Suðurlandi. Hiti víða 1 til 6 stig að deginum, en næturfrost inn til landsins.

Hægt er að forvitnast frekar um veðrið á vef Veðurstofunnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×