Wallace-bikarinn til Garpa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2013 10:45 Garpar, Íslandsmeistarar í krullu 2013 (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason. Mynd/Sigurgeir Haraldsson Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri. Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Garpar hömpuðu í gærkvöldi Íslandsmeistaratitlinum í krullu eftir stórsigur á Skyttunum í úrslitaleik sem fram fór í Skautahöllinni á Akureyri. Mammútar unnu bronsið með sigri á Ís-lendingum. Sjö lið, öll úr Krulludeild Skautafélags Akureyrar, tóku þátt í deildarkeppni sem fram fór í janúar, febrúar og mars. Fjögur þeirra áttust svo við í úrslitakeppni. Lið Mammúta átti bæði deildarmeistara- og Íslandsmeistaratitil að verja. Liðið fór ósigrað í gegnum deildarkeppnina og fékk í gær afhentan deildarmeistarabikarinn. Þegar í úrslitakeppnina kom tapaði liðið fyrir Görpum í fyrstu umferðinni. Garpar höfðu lent í 2. sæti deildarkeppninnar og komust með sigrinum beint í úrslitaleikinn.Hallgrímur Valsson, formaður Krulludeildar SA, afhendir Mammútum deildarmeistarabikarinn. Lið Mammúta (f.v.): Sveinn H. Steingrímsson, Ólafur Freyr Númason, Jens Kristinn Gíslason og Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði. Á myndina vantar Ragnar Jón Ragnarsson liðsmann Mammúta.Mynd/Sigurgeir HaraldssonMammútar léku undanúrslitaleik gegn Skyttunum sem urðu í 3. sæti í deildarkeppninni. Þar höfðu Skytturnar betur og léku því til úrslita gegn Görpum í gærkvöldi, en Mammútar mættu Ís-lendingum í leik um bronsið. Ís-lendingar komust í úrslitakeppnina eftir sigur í aukaleik gegn Víkingum, en töpuðu síðan fyrir Skyttunum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikirnir í gærkvöldi voru eins og svart og hvítt. Garpar náðu strax yfirhöndinni gegn Skyttunum í leiknum um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir unnu hverja umferðina á fætur annarri og þegar leiknar höfðu verið sjö umferðir, sem Garpar unnu allar, var staðan orðin 9-0 og sigurinn tryggður. Garpar eru því Íslandsmeistarar í krullu 2013, en þetta er í annað sinn sem þeir hampa titlinum. Lið Garpa er þannig skipað: Hallgrímur Valsson fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.Silfurliðið á Íslandsmótinu í krullu 2013, Skytturnar (f.v.): Sigurgeir Haraldsson, Leifur Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson og Jón S. Hansen fyrirliði.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÍ leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en síðan sigu Mammútar framúr og komust í 5-1. Þá snérist leikurinn og Ís-lendingar söxuðu á forskotið. Fyrir áttundu og síðustu umferðina munaði tveimur stigum, staðan 6-4 Mammútum í vil. Þegar koma að síðasta steini leiksins áttu Ís-lendingar gott færi til að skora þrjú stig með því að skjóta út steini Mammúta, en það tókst ekki og Mammútar fengu stigið og þar með sigur í leiknum, 7-4.Ellert Örn Erlingsson, forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, afhentir Hallgrími Valssyni, fyrirliða Garpa, Wallace-bikarinn, Íslandsmeistarabikarinn í krullu 2013. Lið Garpa (f.v.): Kristján Bjarnason, Ólafur Hreinsson, Hallgrímur Valsson, Gunnar H. Jóhannesson og Árni Grétar Árnason.Mynd/Sigurgeir HaraldssonÞetta er í tólfta skiptið sem keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í krullu. Íslandsmótið fór fyrst fram 2002 og hefur verið keppt um titilinn á hverju ári síðan. Keppt er um svokallaðan Wallace-bikar, sem gefin var af hjónum af vestur-íslenskum ættum í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af vígslu Skautahallarinnar á Akureyri.
Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira