SA gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir vaxtaákvarðanir 23. apríl 2013 15:17 Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“ Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) gagnrýna Seðlabanka Íslands harðlega í nýjum pistli á vefsíðu sinni. Þar segir að stýrivaxtaákvarðanir bankans á undanförnum 18 mánuðum hafi verið byggðar á kolröngum forsendum. Á vefsíðunni segir: „Á síðasta einu og hálfu ári hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sex sinnum, úr 4,25% í 6,0%, eða um 1,75%. Ákvarðanir peningastefnunefndar bankans byggja jafnan á spá bankans um stöðu og horfur í efnahagsmálum. Eins og fram kemur í meðfylgjandi yfirliti Samtaka atvinnulífsins hafa þessar vaxtaákvarðanir byggst á því að umtalsverður vöxtur væri í efnahagslífinu og kröftugur vöxtur í fjárfestingum, einkum fjárfestingum atvinnulífsins. Ákvarðanirnar hafa byggst á þeim áætlunum bankans að samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 yrði 4,7%-5,5% og fjárfestingar ykjust samtals um 15-30%. Annað hefur nú komið á daginn samkvæmt síðustu þjóðhagsspá Hagstofunnar þar sem samanlagður hagvöxtur áranna 2012 og 2013 er áætlaður 3,5%, í stað allt að 5,5%, og samanlagðar fjárfestingar áætlaðar aukast um 2% í stað 15-30%. Seðlabankinn hefur því tekið ákvarðanir á grundvelli áætlana um efnahagsbata sem ekki gekk eftir og var ætlað að vega gegn efnahagsþenslu sem ekki var fyrir hendi. Í því ljósi virðist einsýnt að bankinn lækki vexti sína á ný. Þegar peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtahækkunarferlið á grundvelli áætlana um kröftugan efnahagsbata gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessar ákvarðanir og töldu efnahagsbatann ofmetinn. Þegar betur væri að gáð byggðist hann á tímabundnum aðgerðum stjórnvalda til að örva einkaneyslu og einungis fjórðung hagvaxtarins mætti rekja til atvinnuvegafjárfestinga sem væru í algjöru lágmarki. Einkaneyslan myndi því dragast saman á ný þegar hinum tímabundu aðgerðum lyki. Þegar Seðlabankinn hækkaði vexti síðast, í nóvember 2012, gagnrýndu Samtök atvinnulífsins þessa ákvörðun á þeim grundvelli að hún kæmi illa við skuldsett fyrirtæki sem sæju fram á erfiðan vetur, lækkun á afurðaverði og erfiðleika á helstu viðskiptasvæðum Íslands. Á undanförnum mánuðum hefur komið æ betur í ljós að varnaðarorð Samtaka atvinnulífsins áttu rétt á sér. Forsendur sem Seðlabankinn gaf sér um efnahagsbata á árinu 2012 og 2013 hafa ekki staðist og þróun hagstærða hefur orðið hægari en þær væntingar sem bankinn setti fram fyrir árin 2012 og 2013. Horfur í efnahags- og verðlagsmálum eru aðrar og lakari en vaxtahækkunarferli undanfarinna misseri byggði á. Samtök atvinnulífsins telja því fullt tilefni til þess að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir verulega á næstunni og atvinnulífið þannig hvatt til fjárfestinga, sem brýna nauðsyn ber til í ljósi þess að þær eru að líkindum minni en sem nemur endurnýjunarþörf atvinnulífsins. Við slíkt ástand verður ekki unað.“
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent