Innlent

Auglýsing ungra framsóknarmanna tekin úr birtingu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992.
Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992.
„Að kjósa er unaður,“ er slagorð nýjustu auglýsingaherferðar Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF).



Hafa ýmsar ljósmyndir og myndbrot ratað á samfélagsmiðlana úr herferðinni, en þeirri nýjustu var snarlega kippt úr birtingu í dag.



Mátti þar sjá ungan dreng án fata að setja atkvæði sitt í kjörkassann, og undir myndina er letrað: „Þú færð það bara á 4 ára fresti“. En nú finnst hvorki tangur né tetur af myndinni, nema í formi skjáskota netverja.



„Við sáum að hún var að vekja misjöfn viðbrögð en okkur fannst hún mjög húmorísk,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson, formaður SUF, og bætir því við að það hafi drengnum á myndinni einnig fundist.



„Þetta er ein af þeim myndum sem við höfum verið að setja út, en markmiðið er að hvetja ungt fólk til að kynna sér alla flokka vel og taka upplýsta ákvörðun á kjördag. Og alls ekki að sitja heima.“



Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992.



„Við fengum ábendingu frá einhverjum sem héldu að hann væri fæddur '96 eða eitthvað, en hann er að verða 21 árs á árinu. Hann er unglegur drengurinn og það vonandi fylgir honum inn í ellina.“



Hafþór segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort myndin verði birt á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×