Ekki hægt að sakast við Árna Pál Helga Arnardóttir skrifar 30. apríl 2013 19:06 Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar. Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar.
Kosningar 2013 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira