Innlent

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins komu saman

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, í Valhöll, klukkan tvö í dag. Þar fer þingflokkurinn saman yfir niðurstöður nýafstaðinna kosninga og tíðindi dagsins þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, stjórnarmyndunarumboð.

Fyrir fundinn ítrekaði Bjarni við fréttamann Stöðvar 2 og Vísis að hann teldi tveggja flokka stjórn, með traustum þingmeirihluta, besta kostinn fyrir myndun ríkisstjórnar. Eini kosturinn til að mynda slíka stjórn er með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Eins og fram hefur komið sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Bessastöðum í dag að hann ætlaði að ræða við formenn allra hinna flokkanna. Hér má sjá blaðamannafund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, og Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknarflokksins.


Tengdar fréttir

Eðlilegt að Sigmundur fengi umboðið

"Ég var búin að lýsa því yfir strax eftir kosningar að líklegast væri eðlilegast að Sigmundur fengi umboðið," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, um atburði morgunsins. Annars vegar sé Framsóknarflokkurinn annar af stærstu flokkunum og hins vegar sé flokkurinn stærsti sigurvegarinn í kosningunum.

Sigmundur Davíð fær umboðið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fær umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti þetta nú í hádeginu.

Ólafur boðar Sigmund Davíð á fund sinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur boðað Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, til fundar á Bessastöðum í dag klukkan hálftólf. Þar mun forsetinn væntanlega veita Sigmundi Davíð umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn ætlar að ræða við fjölmiðla að loknum fundi.

Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×