Innlent

Guðmundur Steingrímsson setur skýr skilyrði fyrir stjórnarþátttöku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar Framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, segir að hann myndi mæta til fundar við Sigmund Davíð um stjórnarmyndun ef hann fengi símtal frá honum. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann myndi tala við formenn allra flokka sem fengu kjörna menn á þing í stafrófsröð.

„Við nálgumst þetta með opnum huga og af ábyrgð og erum með okkar skilyrði á hreinu,“ segir Guðmundur Steingrímsson í samtali við Vísi. „Við viljum ekki hætta viðræðum við ESB, við viljum lenda stjórnarskránni. Við erum ekki mikill stóriðjuflokkur. Það er eitthvað sem við þurfum að ræða,“ segir Guðmundur Steingrímsson.

Þá segir Guðmundur líka að flokknum sé annt um stöðugleika og hann einblíni því mikið á gjaldmiðilsmál og aðhald í ríkisrekstri. Þá sé stefna í menntamálum og heilbrigðismálum mikilvæg.

„Í tilviki Framsóknarflokksins er það nú skilyrði um 20% niðurfellingu skulda. Það hefur ekki lagst vel í okkur. Við sjáum marga annmarka á þeirri hugmynd. Við sjáum ekki endilega að hún hjálpi þeim sem eru í mestumvanda. Hún kostar mikla peninga og við sjáum ekki að þeir peningar séu fastir í hendi,“ segir Guðmundur Steingrímsson. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×