Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega 30. apríl 2013 09:56 Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega frá falli fjármálakerfisins árið 2008. Í lok mars 2013 námu vanskil einstaklinga 13,2% og vanskil lögaðila 22,8%,5 en vanskil hjá sjóðnum voru innan við 2% í ársbyrjun 2008. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að fjárhæð lána til einstaklinga í vanskilum og frystingu nam 88 milljörðum kr. í lok mars og til lögaðila 34 milljörðum kr. eða alls 122 milljörðum kr. Vanskil einstaklinga hafa þó dregist saman frá því í júlí 2012 þegar þau voru mest 14,5%. Vanskil lögaðila hafa hins vegar verið svipuð síðustu misseri. Í árslok 2012 nam fjárhæð veðsetningar sem var yfir 100% af fasteignamati um 47 milljörðum kr. en var 63 milljarðar kr. í árslok 2011. Staða veðtrygginga hefur því lagast með hækkandi fasteignaverði, þó má nefna að á varúðarreikningi eru 23 milljarðar kr. sem er rétt um helmingur þeirrar fjárhæðar sem er yfir 100% fasteignamati. Í lok mars 2013 átti sjóðurinn 2.377 fullnustueignir metnar á rúma 30 milljarða kr., en þær voru 1.606 í lok árs 2011 og 1.069 í lok árs 2010. Frá upphafi árs 2008, þ.e. á rúmlega fimm árum hefur sjóðurinn selt 611 eignir. Af þessum 2.377 íbúðum sem sjóðurinn átti í lok október sl. var aðeins rúmlega fimmtungur á höfuðborgarsvæðinu. Um þriðjungur íbúða er á Suðurnesjum og því tæplega helmingur íbúða annars staðar á landinu. Íbúðalánasjóður mun þurfa að taka yfir fleiri eignir næstu misserin. Í lok mars sl. var 981 íbúð í leigu og duga leigutekjur aðeins til að greiða rekstrarkostnað fullnustueignanna, þ.e. leigutekjur nýtast ekki á móti fjármögnunarkostnaði þessara eigna. Yfirtaka sjóðsins á fullnustueignum hefur því verulega neikvæð áhrif á framtíðarrekstur sjóðsins. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega frá falli fjármálakerfisins árið 2008. Í lok mars 2013 námu vanskil einstaklinga 13,2% og vanskil lögaðila 22,8%,5 en vanskil hjá sjóðnum voru innan við 2% í ársbyrjun 2008. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að fjárhæð lána til einstaklinga í vanskilum og frystingu nam 88 milljörðum kr. í lok mars og til lögaðila 34 milljörðum kr. eða alls 122 milljörðum kr. Vanskil einstaklinga hafa þó dregist saman frá því í júlí 2012 þegar þau voru mest 14,5%. Vanskil lögaðila hafa hins vegar verið svipuð síðustu misseri. Í árslok 2012 nam fjárhæð veðsetningar sem var yfir 100% af fasteignamati um 47 milljörðum kr. en var 63 milljarðar kr. í árslok 2011. Staða veðtrygginga hefur því lagast með hækkandi fasteignaverði, þó má nefna að á varúðarreikningi eru 23 milljarðar kr. sem er rétt um helmingur þeirrar fjárhæðar sem er yfir 100% fasteignamati. Í lok mars 2013 átti sjóðurinn 2.377 fullnustueignir metnar á rúma 30 milljarða kr., en þær voru 1.606 í lok árs 2011 og 1.069 í lok árs 2010. Frá upphafi árs 2008, þ.e. á rúmlega fimm árum hefur sjóðurinn selt 611 eignir. Af þessum 2.377 íbúðum sem sjóðurinn átti í lok október sl. var aðeins rúmlega fimmtungur á höfuðborgarsvæðinu. Um þriðjungur íbúða er á Suðurnesjum og því tæplega helmingur íbúða annars staðar á landinu. Íbúðalánasjóður mun þurfa að taka yfir fleiri eignir næstu misserin. Í lok mars sl. var 981 íbúð í leigu og duga leigutekjur aðeins til að greiða rekstrarkostnað fullnustueignanna, þ.e. leigutekjur nýtast ekki á móti fjármögnunarkostnaði þessara eigna. Yfirtaka sjóðsins á fullnustueignum hefur því verulega neikvæð áhrif á framtíðarrekstur sjóðsins.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira