Gjaldeyrishöftin viðvarandi án breytinga á Landsbankabréfum 30. apríl 2013 09:29 Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að losun fjármagnshafta geti leitt til sveiflna í gengi krónunnar, gert fjármögnun ríkissjóðs dýrari og haft umtalsverð áhrif á lánasöfn og lausafjárstöðu bankanna. Auðseljanlegar krónueignir í höndum erlendra aðila nema nú 367 milljörðum kr., það eru svonefndar aflandskrónur auk um 85 milljarðar kr. sem eru lausar eignir innlánsstofnana í slitameðferð í krónum. Líklegt er að þessar eignir muni fljóta nokkuð skjótt út við losun hafta. Viðvarandi fjármagnshöft hafa viðskiptakostnað í för með sér sem eykst eftir því sem tíminn líður. Aukin hætta á bólumyndun innan hafta getur þá aukið kerfisáhættu sem grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins ef ekkert er að gert. Flest bendir þó til þess að ábati af því að fara af varfærni í losunina sé enn sem komið er meiri en kostnaður við að viðhalda fjármagnshöftunum enn um sinn. Mikil endurfjármögnunaráhætta er í erlendum gjaldmiðlum. Áætlaðar afborganir af erlendum lánum innlendra aðila, annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans, fram til ársins 2018 eru þungar. Áætlaðar afborganir fara úr 87 milljörðum kr. árið 2014 í 128 milljarða kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 milljarðar kr. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 milljarða kr. fram til ársins 2018. Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild. Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau. Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum. Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem birt hefur verið á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að losun fjármagnshafta geti leitt til sveiflna í gengi krónunnar, gert fjármögnun ríkissjóðs dýrari og haft umtalsverð áhrif á lánasöfn og lausafjárstöðu bankanna. Auðseljanlegar krónueignir í höndum erlendra aðila nema nú 367 milljörðum kr., það eru svonefndar aflandskrónur auk um 85 milljarðar kr. sem eru lausar eignir innlánsstofnana í slitameðferð í krónum. Líklegt er að þessar eignir muni fljóta nokkuð skjótt út við losun hafta. Viðvarandi fjármagnshöft hafa viðskiptakostnað í för með sér sem eykst eftir því sem tíminn líður. Aukin hætta á bólumyndun innan hafta getur þá aukið kerfisáhættu sem grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins ef ekkert er að gert. Flest bendir þó til þess að ábati af því að fara af varfærni í losunina sé enn sem komið er meiri en kostnaður við að viðhalda fjármagnshöftunum enn um sinn. Mikil endurfjármögnunaráhætta er í erlendum gjaldmiðlum. Áætlaðar afborganir af erlendum lánum innlendra aðila, annarra en ríkissjóðs og Seðlabankans, fram til ársins 2018 eru þungar. Áætlaðar afborganir fara úr 87 milljörðum kr. árið 2014 í 128 milljarða kr. árið 2015 þegar afborganir af skuldabréfum milli gamla og nýja Landsbankans hefjast af fullum þunga. Til samanburðar er áætlað að undirliggjandi viðskiptaafgangur ársins 2012 hafi verið 52 milljarðar kr. Verði viðskiptaafgangur á næstu árum svipaður og hann hefur verið á sl. árum, um 3-3,5% af landsframleiðslu, þurfa aðrir aðilar en ríkissjóður og Seðlabanki að endurfjármagna sem nemur um 265 milljarða kr. fram til ársins 2018. Afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans er of þungur fyrir hagkerfið í heild. Lengja verður í bréfunum eða endurfjármagna þau. Án lengingar eða umtalsverðrar endurfjármögnunar er ljóst að ekkert svigrúm er til þess að nýta viðskiptaafgang í því skyni að hleypa út krónueignum erlendra aðila á næstu árum. Samspil losunar hafta og endurgreiðslna á erlendum lánum er helsta áhættan í kerfinu.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Grindvíkingar fá fyrsta fimm stjörnu hótelið Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Markaðurinn 4. sept. Atvinnulíf Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Bókmenntir flottasta útflutningsgreinin Viðskipti innlent Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent
Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Viðskipti innlent