Erlent

Bakteríusýking veldur stöðugum bakverkjum

Heimir Már Pétursson skrifar
Rannsóknir danskra sérfræðinga sýna að lækna megi stöðugan bakverk fólks í allt að 40 prósent tilvika með sýklalyfjameðferð og draga þar með úr dýrum og áhættumsömum aðgerðum. Þessar niðurstöður hafa vakið heimsathygli og í grein í breska blaðinu Guardian er jafnvel fullyrt að stjórnendur rannsóknarinnar eigi skilið nóbelsverðlaun í læknisfræði.

Niðurstöðurnar ná til þrálátra verkja í mjóhrygg. En dönsku vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að slíka verki mætti í 20 til 40 prósent tilvika rekja til bakteríusýkingar. Rannsóknirnar hafa staðið yfir í tíu ár.

Læknar hafa lengi vitað af tengslum bakteríusýkinga og bakverkja í mjóhrygg, en ekki hefur tekist fyrr en nú að sýna fram á orsakasamhengi. Fjöldi fólks þjáist af stöðugum bakverk og er jafnvel óvinnufært árum saman vegna þessa en nú gæti stór hluti þess fengið lausn mála sinna með einfaldri sýklalyfjameðferð.

Hægt er að lesa meira um málið á vef Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×