Innlent

Skora á félagana að skoða strimilinn

Boði Logason skrifar
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð
Bjarni Ben og Sigmundur Davíð Mynd/Vísir
Samtök verslunar og þjónustu skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, að skoða strimilinn sem þeir fengu við matarinnkaupin í Krónunni í Mosfellsbæ í morgun.

Eins og Vísir greindi frá stoppuðu þeir félagar og keyptu í matinn áður en þeir héldu til stjórnarmyndunarviðræðna utan borgarmarkanna.

Í tilkynningu frá SVÞ segir að hægt sé að lækka allverulega útgjöld heimilanna með breytingum á kerfisumhverfi verslunar í landinu.

„Samningar um nýjan stjórnarsáttmála sé rétti vettvangurinn til að sameina sjónarmið flokkanna um hvað gera skuli í þessum málum á kjörtímabilinu. Samtökin minna á að kaupmáttur er lítill í landinu og lítið svigrúm til launahækkana í haust,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að ný ríkisstjórn þurfi að vera reiðubúin að koma með eitthvað að borðinu í umræðum um kjarasamninga. „Tiltekt í álagningu tolla og gjalda, er löngu tímabær og nýtur almenns og víðtæks stuðnings í samfélaginu. Óháðir eftirlitsaðilar eins og Samkeppniseftirlitið hafa lýst þeirri skoðun að slík endurskoðun myndi bæta hag neytenda og lækka vöruverð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×