Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 21-22 | Oddaleikur á sunnudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 3. maí 2013 13:11 Framkonur fögnuðu sigrinum að vonum vel í kvöld. Mynd/Stefán Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag. Olís-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira